« Indland: Ofbeldið gegn kristnum heldur áfram og breiðist út | Ítalía: Maður í mótmælastöðu fyrir utan nunnuklaustur » |
Sunnudaginn 14. september sl. á krossmessu á hausti var hin árlega pílagrímsganga gengin frá hringtorginu við Hveragerði að kapellu hins helga kross í Riftúni í Ölfusi. Þetta er um 6 km. ganga. Að þessu sinni var veðurútlitið ekki gott og því gengu aðeins 11 manns alla leiðina en fjölmennt var í messunni og var kapellan þéttsetin. Krossinn uppi á hamrinum brotnaði í óveðri síðasta vetur en gert hefur verið við hann en hann er nú nokkru styttri en hann var.