« Indland: 25.000 kaþólskum skólum lokað til að mótmæla ofbeldi | Filippseyjar: „Lögmál stríðsins er í mótsögn við siðmenninguna“ » |
Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að Pétur Burcher Reykjavíkurbiskup hafi skipað séra Patrick Breen staðgengil biskups (vicar general) í Reykjavíkurbiskupsdæmi og sóknarprest í Krists konungs sókn í Reykjavík frá og með 1. september nk. Séra Patrick verður settur í þessi embætti í messu í Dómkirkjunni í Landakoti næsta sunnudag 31. ágúst kl. 10.30. Séra Patrick Breen er fæddur 28. október árið 1951 í Dublin á Írlandi. Hann tók próf í raunvísindum frá University College í Dublin og stundaði síðan nám við St. Patrick's College í Thurles frá 1978-1983. Hann var vígður prestur 11. júní 1983 í Thurles til Reykjavíkurbiskupsdæmis. Séra Patrick var aðstoðarprestur í Maríukirkjusókn í Breiðholti frá 1984-1988. Hann var umsjónarmaður (administrator) sóknarinnar í Landakoti frá því í júlí 1988 til júlí 1998. Sóknarprestur var hann í Hafnarfjarðarsókn frá júlí 1998 - maí 2000 en frá árinu 2000 og þangað til í ágúst á þessu ári var hann sóknarprestur í Akureyrarsókn.
Kaþólska kirkjublaðið, 18. árg, 9 tbl. bls. 2.