« William Liley: Minnsta mannsbarniðVanþekkingin fer með sigur af hólmi á Alþingi »

19.06.06

  09:02:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 210 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Samfélagsréttindi, kjaramál

Réttur ófæddra kvenna

Á kvennadaginn er margt rætt um kjör kvenna, réttindi þeirra og virðingu. Því verður ekki á móti mælt, að víða er pottur brotinn hvað þessi mál snertir í þjóðfélagi okkar þrátt fyrir umliðinn kvennaáratug. En gleymdu ræðumenn dagsins samt ekki því, sem mikilvægast er, sjálfri forsendu allra annarra réttinda, réttinum til lífsins?

Íslenzkar konur! Á hverju ári eru nálægt 500 kynsystur ykkar sviptar réttinum til lífs á sjúkrahúsum landsins. Eiga þau ófæddu meybörn ekki líka tilkall til samúðar ykkar og órofa samstöðu? –– Jón Valur Jensson.
–––––––––––––––
Þessi smápistill birtist í Velvakanda í Morgunblaðinu 30. okt. 1985. Hér hefur nánast engu verið breytt nema tölunni um fjölda þeirra ófæddu mey-barna sem týna lífinu í "löglegri fóstureyðingaraðgerð" á hverju ári, en sú tala hefur hækkað úr 350 í 500 árlega – og hér gert ráð fyrir, að sveinbörn séu jafnmörg meybörnum. Þessi fjölgun er ekki merki þess, að réttarstaða hinna ófæddu hafi batnað hætishót hér á landi á umliðnu 21 ári. (Þó að kvennadagurinn sé 24. okt., á allt eins við að endurbirta þetta 19. júní.)

2 athugasemdir

Kristinn Ásgrímsson

Já það er merkilegt í svokölluðu upplýstu samfélagi að ófætt barn sé ekki kallað barn og það megi síðan aflífa á kostnað ríkisins. Sem skattborgari hlýt ég að mótmæla slíkum gjörningi. Sorglegt að hlusta á Bylgjuna síðdegisútvarp í vikunni þar sem kona segir frá þeirri sorg sinni að missa fóstur og þarf að fara á spítala. Fær síðan sendan reikning.

Ef hún hefði látið eyða barninu, þá var þjónustan hins vegar á kostnað okkar skattborgaranna. Hvar er réttur barna í okkar þjóðfélagi? Hvar er heilbrigð skynsemi?

Við eyðum um 1000 börnum á ári og síðan er verið að tala um tæknifrjógvanir ? Við fáum börn erlendis frá til að ættleiða. Af hverju ekki að leyfa okkar börnum að lifa ?

23.06.06 @ 16:24
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér fyrir þetta, Kristinn. Ég kem einmitt inn á það atriði, að ófætt barn er barn, mannleg vera á yngsta skeiði sínu, á vefsíðu hjá Hugsjón.com (neðarlega þar á 5. síðu), þar sem umræða stendur nú yfir (innlegg mín, í rökræðu við aðra, eru þar á síðum 3–6).

Merkilegt að lesa þessi orð þín, að kona er látin borga fyrir það, ef hún leggst á spítala þegar hún hefur misst barn, en fær hins vegar allt ókeypis, þegar hún vill láta “eyða” barni sínu.

Og ég endurtek hér orð þín, Kristinn:
Við eyðum um 1000 börnum á ári og síðan er verið að tala um tæknifrjógvanir? Við fáum börn erlendis frá til að ættleiða. Af hverju ekki að leyfa okkar börnum að lifa?

Stjórnmálamenn okkar, einkum ráðherrar, ættu að innramma þessi orð fyrir framan sig á skrifborðum sínum – þá fer kannski eitthvað að gerast.

23.06.06 @ 19:14
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution