« Kristnir menn í Sýrlandi þjást enn og flýja land segir sendiherra páfaNýr sendiherra páfa á Norðurlöndum James Patrick Green erkibiskup »

09.09.17

  09:57:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 125 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Þrettán manns sem skipulögðu hryðjuverkaárás voru handteknir í Egyptalandi

Egypska lögreglan handtók [um miðjan apríl] þrettán manns sem áformuðu að gera árásir á kristna menn og opinberar stofnanir í landinu. Handtökurnar voru ekki síst mikilvægar með tilliti til þess að Frans páfi heimsótti Egyptaland í lok aprílmánaðar. Samkvæmt hjálparsamtökunum „Aid to the Church in Need“ leiddu handtökurnar í ljós „hvernig þessar öfgahópar halda áfram að beina spjótum sínum að hinu kristna samfélagi eftir árásirnar sem gerðar voru á kirkjurnar í Tanta og Alexandríu á pálmasunnudag.“ Samtökin „Íslamska ríkið“ lýsti árásunum, sem áttu sér stað þann 9. apríl, á hendur sér. Í þeim létu fjörutíu og fjórir kristnir menn lífið og fleiri en hundrað slösuðust. Í kjölfar tilræðanna hafa yfirvöld gripið til aukinna öryggisráðstafanna fyrir utan kirkjur landsins.

RGB. Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27.árg. • 5.-7. tbl. • maí-júlí 2017. bls. 11

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér fyrir að koma þessu hér á framfæri, Ragnar. Skelfilegt er til þess að hugsa, að markviss útrýmingarstefna gagnvart kristnum, einkum karlmönnum og piltum, hefur verið í gangi á vegum Ríkis islams (ISIS-samtökunum) í Sýrlandi og Írak og raunar einnig gegn jesídum, en konum og dætrum hinna myrtu hefur verið hópnauðgað og þær ýmist þvingaðar í hjónabönd með múslimum (og trúfrelsið ekkert) eða settar í kynlífsánauð.

Hörmulegt er það, að kristnir Evrópumenn geta naumast ferðazt lengur óhultir um lönd eins og Egyptaland og Túnis, þar sem fjöldamorð hafa farið fram á saklausum; ekki hjálpar það efnahag þessara landa. ISIS-menn og aðrir ámóta vilja reyra allt í sína trúarharðstjórn og stilla í reynd klukkuna aftur um margar aldir nema helzt á einu sviði: því hernaðarlega.

09.09.17 @ 11:54