« Verður kyngreining ófæddra til að fjölga fósturdeyðingum?"Sleppum Biblíunni – notumst við nútímamódelin"! »

11.05.07

  21:27:13, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 414 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Kristindómur og stjórnmál

Rætt um kristin gildi og áherzlur í aðdraganda kosninga

Afar tær rödd lífsverndarhyggju í innleggi konu nokkurrar, sem Anna heitir, heyrðist á Útvarpi Sögu í dag (en eitthvað átti útvarpsstjórinn þar erfitt með að meðtaka boðskapinn). Í viðtalinu komu fram hjá Önnu þessari skýr dæmi um misbeitingu starfsmanna heilbrigðiskerfisins og hörmulega framkvæmd fósturdeyðingalaganna. Sá þáttur er endurfluttur um kl. 23.50 í kvöld (og líklega aftur seinnipartinn á sunnudaginn).

Allnokkuð hefur verið rætt og skrifað í vefpistlum um atriði sem snerta kristindóm og stjórnmál upp á síðkastið, og hef ég sjálfur tekið þátt í því.

Nýlega birtust eftir mig tvö bréf í tengslum við fósturverndarmál á Moggabloggi mínu, og er yfirskriftin þar Hvernig Valhallarmenn FÖLDU landsfundartillögu um að efla fræðslu um líf hinna ófæddu, en þar segi ég sorglega sögu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 2005 og vísa hér einfaldlega til þeirrar frásagnar.

Af mörgum ástæðum, sem koma inn á kristið siðferði og árekstur þess við veraldarhyggju, reit ég svo greinina Kjósum ekki stjórnarflokkana og nefni þar vændi, "stofnfrumufrumvarpið", samkynhneigðramál og fósturdeyðingar sem dæmi um andkristna strauma, sem gera mér ókleift að kjósa vissa flokka í komandi kosningum.

Næst fylgir svo greinin Verjum hina ófæddu með atkvæði okkar! – Yngsta grein mín þar nefnist Hvaða máli skiptir hvernig Geir Haarde lítur út? Þrátt fyrir yfirskift þeirrar greinar er í umræðum á eftir henni mikið fjallað um vandamál fósturdeyðinga og tekizt á um grundvallaratriði í því sambandi.

Fleiri hafa verið að minna á og ræða kristin áherzlumál fyrir þessar kosningar. Það gerir Sigríður Laufey, djákni og BA í kristnum fræðum, á Moggavefsíðu sinni í þessari nýju grein (þar sem hún mælir líka með boðskap páfans til ungmenna í upphafi heimsóknar hans til Brasilíu), sem og þessari. Það gera líka Kristin stjórnmálasamtök í nokkrum greinum á vefsetri sínu. Má ég svo að endingu benda á vefsíðu Snorra Óskarssonar í Betel, en um greinar hans hafa farið fram fjörugar umræður, þ.á m. þá nýjustu, sem nefnist Hvað er hægt að kjósa? Á Moggablogginu er einnig að finna nýstofnaða, ágæta vefsíðu Janusar Hafsteins Engilbertssonar, sem er okkur hér á Kirkjunetinu að góðu kunnur.

Stöndum með lífinu og mannréttindunum í þessum kosningum!

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

multiblog