« Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrumBiblían virðir hið ófædda líf með orðum sínum og bönnum »

20.10.06

  07:37:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 336 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Portúgalska þingið ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu um fósturdeyðingafrumvarp

PORTÚGAL er eitt fjögurra landa í Evrópu, þar sem ströng ákvæði eru gegn fósturdeyðingum, og eru þau lönd standandi dæmi um það, að alveg á að vera unnt að taka upp slík lög hér á landi. En nú er lagt til í portúgalska þinginu, gegn andstöðu margra, að leyfa fósturdeyðingar. Þar (ólíkt okkar þingheimi árið 1975) er þó ákveðið, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli úrskurða um málið, og á hún að fara fram í janúar nk. – Eftirfarandi stutt frétt birtist um málið á vefsíðu Mbl. kl. 7:25 í dag :
Efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingalög Þingið í Portúgal samþykkti í gær að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort útvíkka eigi lagaheimildir hvað varðar fóstureyðingar. Mikill meirihluti Portúgala er kaþólskrar trúar. Verði lagafrumvarp samþykkt í atkvæðagreiðslunni verður eyðing fósturs leyfð upp að 10. viku meðgöngu og létt á skilyrðum. Klofningur var um málið á þingi. Lög um fóstureyðingar eru einhver þau hörðustu í Evrópu. Eyðing er aðeins leyfð ef konunni var nauðgað, ef fósturgalli kemur upp eða ef heilsa konunnar er í hættu. Búist er við því að atkvæðagreiðslan fari fram í janúar næstkomandi. Jafnströng lög er aðeins að finna í Póllandi og Írlandi, og á Möltu eru fóstureyðingar ólöglegar með öllu.
Með fréttinni fylgdi mynd af fósturvísum, raunar frumfósturvísum. Má það heita undarlegt, þar sem Portúgalarnir eru að tala um fóstur allt upp að 10. viku meðgöngu. Réttara væri að birta mynd af 6 (eða 7) til 10 vikna fóstri, en þá eru fósturdeyðingar margfalt algengari en á fyrri vikunum. Um þetta mál verður örugglega hart deilt á komandi mánuðum í því indæla landi Portúgal.

8 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þetta er þriðja tilraunin á fjórum árum! Í reynd inntak sósíalismans: Drepa og drepa meira. Sannir arftakar Krelmherranna!

20.10.06 @ 08:07
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, þetta er hrikaleg stefna, nafni, og verðugt ef lífsverndarmenn gætu komið trúbræðrum okkar í Portúgal til hjálpar með upplýsingum og öðrum stuðningi, sem styrkt gæti málstað lífsins í þeirri baráttu sem fyrir höndum er.

Vera má, að hin nývakta vitund manna (þeirra upplýstu a.m.k.) um fólksfækkunarvanda Evrópuþjóðanna á 21. öld kunni að ríða baggamuninn til þess, að Portúgalir láti ekki blekkjast af fósturdeyðingaofforsinu sem “frjálslyndi” og “framförum", enda má tengja þetta mál eftirfarandi staðreynd: Samkvæmt The World Factbook er frjósemi í Portúgal ekki nema 1,47 börn á hverja konu, sem er vís vegur til útþurrkunar þjóðar á tiltölulega skömmum tíma – eða kaffæringar hennar á meðal annarra þjóða, sem taka yfir í landinu. Fósturdeyðingar, til viðbótar við þessa tímgunartregðu, geta riðið baggamuninn til að gera baráttu þjóðarinnar til að lifa af á 22. öld næsta vonlausa.

Biðjum fyrir Portúgal.

20.10.06 @ 08:50
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Framfarir sossanna eru eitt Satansfár
skelfing myrkurs og æði
þrengingar og mæðutár
þjóða gráts og mæði
eyddra landa og vona
í undum dætra og sona.

20.10.06 @ 09:54
Athugasemd from: Johann Gray
Johann Gray

Herra Jón Valur Jenson og herra Jón Rafn Jóhannssn. Það er gott að vita að þið hafið álit á kynlífi annars fólks.
Mig langar til að vita eftirfarandi.
Eruð þið kvæntir. Eigið þið börn?
Ef svo er ekki, eruð þið ekki að brjóta gegn lögmálum Biblíunnar?
Í Biblíunni stendur eftirfarandi.
“Gangið fram kvænist eg eignist börn",eða eins og stendur í minni Amerísku Kaþólsku Biblíu. “Go forward, get married and multiple”
Virðingarfyllst Jóhann.
( Ég starfa sem matreiðslumaður í Minnesota USA og hef unnið í sjálfboðavinnu sem matreiðslumaður fyrir kristileg samtök í Minnesota

10.02.07 @ 18:17
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

[Eftirfarandi póstur er svar mitt við innleggi frá Jóhanni nokkrum, þ.e. innleggi hans, sem þó er hér neðar! – en hans póstur er þó eldri en þessi!]

Áhugi á lífsvernd hinna ófæddu er ekki = “álit [né áhugi] á kynlífi annars fólks,” heldur er lífsverndarmálstaðurinn fyrst og fremst virðing við líf og tilvist hinna ófæddu, í 2. lagi virðing fyrir líkama og alhliða heilsu þeirrar móður, sem á ekki að skaða sjálfa sig né leyfa öðrum að þrýsta sér út í fósturdeyðingu; í 3., en ekki síðasta lagi er lífsverndarafstaðan virðing fyrir Guði skapara okkar og boðum hans.

Ágengar þykja mér spurningar þínar, Jóhann, um einkalíf mitt annars vegar og Jóns Rafns hins vegar, en ég get þó upplýst þig um, að meðalbarnafjöldi okkar JRJ er meiri en meðaltalið er á hvern uppkominn einstakling á þessu aldursskeiði.

Ekki þekki ég neitt það boð Biblíunnar, sem ætli sérhverjum einstaklingi að giftast og eignast börn. Slíkt boðorð getur verið sett fram við þjóð eða stóran hóp manna, án þess að sérhver einstaklingur þurfi að taka það til sín, einkum ef hann/hún hefur æðri köllun. Í hvaða ritningarvers ertu að vitna, Jóhann?

Gott er að sjá, að þú vinnir sjálfboðastarf fyrir kristin samtök. Gangi þér vel á Guðs vegum.

10.02.07 @ 21:28
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Svar við innleggi Jóhanns er HÉR OFAR! - eitthvert rugl í kerfinu hefur sett það svar mitt (og þessa athugasemd) á vitlausan stað!

11.02.07 @ 00:07
Athugasemd from: Johann Gray
Johann Gray

Mér þykir það leitt ef ég hef verið ósanngjarn gagnvart ykkur nöfnunum og ég bið ykkur fyrirgefningar. Ég og Amerísk eignkona mín, sem er pretsdóttir og er önnur konan mín í þessu lífi eigum engin börn en tökum á vegum Meþódistakirkjunnar þátt í prógrammi kallað “Big brothers and big sisters” sem byggist á því að ættleiða eða taka í fóstur bðrn eða fjölskyldur sem þurfa á kristilegri eða annarri hjálp að halda. Við hðfum tekið að okkur fjólskyldu frá Líberíu í Afríku. Ég og konan mín erum það sem er kallað “prolife” í Bandaríkjunum og erum á móti fóstureyðingum, en við teljum það óframkvæmanlegt að gera fóstureyðingar ólöglegar, þar sem
49 prósent amerískra kvenna fer í fóstureyðingu einhven tímann á lífsleiðinni og ekki viljum við gera allar þessar góðu amerísku konur að glæpamönnum. Margir af ættingjum konu minnar eru Mormónar og þeir eiga fullt af bðrnum, enda er Utah ríki mesta fyrirmyndaríki í Bandaríkjunum og sendir fleira ungt fólk í háskóla en nokkurt annað ríki. Við höfum jafnvel íhugað að flytjast þangað enda erum við orðin þreytt á öllu þessu daðri við hómosexúalisma og aðrar ódyggðir í þessu “liberal” Minnesota. Margir vina okkar eru einnig Kaþólikkar og þeir eiga fullt af börnum. Ég trúi því að karlmenn eigi að kvænast og eignast fullt af börnum, en ég tel ekki raunhaft að banna fóstureyðingar enda hafa flestar svokallaðar kristnar þjóðir lögleitt þær. (Hvers vegna?) Hvernig væri að íslenzka ríkið byði hverri konu sem ætlar í fóstureyðingu eina milljón íslenzkra króna ef þær hætti við fóstureyðingu. Margar konur fara út í vændi og fóstureyðingu vegna fátæktar, en ekki af því að þær trúa ekki á Jesús eða eru vondar konur.
Kveðja Jóhann.

11.02.07 @ 00:30
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

[…]
Innlegg fjarlægt. RGB.

13.02.07 @ 21:30
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blogsoft