« Afstaða Marteins Lúters til Maríu GuðsmóðurRitningarlesturinn 6. nóvember 2006 »

06.11.06

  10:26:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1840 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Polaroidbörn

Í tilefni hugvekju heil. Gregoríosar frá Nazíenzen í dag með ritningarlestri dagsins, birti ég hér þýdda grein eftir Richard Stith, en hann er prófessor við lagadeild Valparaisoháskólans í Bandaríkjunum.

Hvers vegna finnst mörgum þeirra sem aðhyllast frelsi í fósturdeyðingum að rök okkar gegn fósturdeyðingum á frumstigi fóstursins vera ósannfærandi eða fáránleg? Íhugið til að mynda hversu iðulega vörnin til verndar fóstrum geta orðið langsótt. Ef einhverjar líkur séu til að vinna sigur í þessum rökræðum verða verjendur ófæddra barna að skilja að röksemdafærsla sem virðist vera skynsamleg í okkar augum geta virkað á andstæðinga okkar sem hreinasta firra.

Ég játa að rök lífsverndarsinna geta reynst langsótt fyrir þá sem hlusta á okkur ef þeir aðhyllast þá skoðun ómeðvitað að fóstrið sé „framleitt“ í móðurskauti.

Ég kem hér með samlíkingu: Á hvaða stigi á færibandinu verður „bíll“ til? Ég geri ráð fyrir því að flest okkar myndu benda á eitthvað stig þegar lágmarkskröfum um starfshæfni væri mætt (hreyfanleiki), eins og það sé nauðsynlegt að hjólin og eða vélin verði að vera til staðar. Enn aðrir myndu gera þá kröfu að þegar þurrkurnar séu komnar eða jafnvel þegar bíllinn ekur um göturnar, þá hafi hann „fæðst.“ Við myndum öll skilja samt sem áður að ekkert „rétt“ svar er til við því hvenær bíll verður til. Við yrðum einnig sammála um að að sá sem héldi því fram að bíllinn væri til frá og með því andartaki sem fyrsta skrúfan birtist á færibandinu aðhylltist hreina öfga. Í huga þess sem lítur á getnað sem innri framleiðslu er afstaða lífsverndarsinna fáránleg. Hlutur sem verið er að framleiða er ekki tilbúinn fyrr en framleiðsluferlinu er lokið. (Ef við hverfum frá venjubundinni orðræðu til þeirrar háspekilegu, gætum við sagt að hlutur í framleiðslu öðlist ekki eðlislæga verund sína fyrr en hann er nærri því tilbúinn eða framleiðsluferlinu lokið. Og hann getur ekki verið hlutur án þess að bera ímynd hlutarins).

Þessi hugsanagangur (að ímynda sér vöxt fósturs sem framleiðslu, að raða saman eða móta) er ekki einungis ósjálfrátt viðurkenndur í dag, heldur hefur hann forgang.

Í þúsundir ára var sú skoðun ríkjandi (en þó ekki einráð) að líta þannig á það sem var að gerast í móðurlífinu. Þannig sagði Job við Guð: „Þú helltir mér út sem mjólk og brystir mig sem ost. Þú íklæddir mig húð og holdi og hnoðaðir mig saman . . .“ Enginn vissi neitt um eggið fyrr en um 1830 og þrátt fyrir nafnið sæði, þá virtist það ekki þroskast af sjálfu sér. Í hugum manna til forna og á miðöldum var skynsamlegt að gera ráð fyrir geranda eða mótanda að utan, annað hvort Guði eða öðru hvoru foreldranna sem gæddu óvirkt eggið lífi og mótuðu í mennska mynd, rétt eins og við gerum með leir á fyrsta stigi meðgöngunnar. Og það var ekki óskynsamlegt að deyða fóstur ófullkomins og heldur lífvana vefjamassans og slíkt var ekki talið að tortíma einhverju sem bæri mennska mynd (þó að það hafi ef til vill verið bannað með skírskotun til helgrar þróunar).

En þegar hið ófædda barn öðlaðist líf gerðist eitthvað sem hlutur gerir ekki: Það hreyfðist (Þetta var talið gerast á miðri meðgöngunni, nokkuð sem var útilokað að ganga úr skugga um fyrr en eftir 1830 þegar uppgötvun hlustunarpípunnar gerði það í fyrsta skiptið mögulegt að greina hjartaslátt fóstursins). Því hlaut mikilvægasti þáttur mótunarinnar að hafa átt sér stað, Guð hlaut að hafa komið fyrir sál (anima) þarna. Frá og með þessari stundu var mótun að utan lokið og hin innri þróun hófst. Og núna var fósturdeyðing talin vera morð, að myrða mannveru. Ólíkt einhverju sem er mótað og birtist ekki fyrr en á lokastigi, er vera í framþróun þegar til staðar þegar hún tekur að þróast.

Hvers vegna felur sjálfsþróun í sér áframhald verundar? Þessari spurningu er unnt að svara á marga vegu. Skoðanabræður Heideggers gætu bent á „de-velop,“ að afhjúpa eða affletta (sjá „en-velop“). Heidegger sjálfur myndi vaflaust kjósa þýskuna og benda á ent-wickeln: „að fletta af.“ Í spænsku er unnt að fletta ofan af „des- arollar.“ Við getum einnig bent á hefðbundna málnotkun, til okkar eigin reynsluheims þar sem framþróun bendir til áframhalds. Við getum sagt að litli frjóanginn sem við sáum spretta upp úr jörðinni fyrir fimm árum sé sama jurtin og við þekkjum sem perutré í dag, nema þá að einhver segi okkur að ágræðsla (mótunarathöfn) hafi átt sér stað, til að mynda að græðlingurinn hafi orðið að eplatré, en upphaflega greinin hefði verið afskorin og perutrésgræðlingir græddur á.

Munurinn á því að gera eitthvað og framkalla er ekki einungis tilviljanakennd málþróun. Gerum ráð fyrir því að við hyrfum til baka í tíma áður en stafrænar myndir urðu til og við tækjum einstæða mynd, einhverja mynd sem þú veist að þú munt meta mikils með Polaroid myndavélinni þinni (Við skulum segja að þetta sé mynd af jagúar sem er að nýju horfin sjónum inn í skóginn, þannig að ekki væri unnt að taka myndina aftur). Þú ert rétt búinn að hengja myndina upp til að framkalla hana þegar ég hrifsa hana og ríf varnarhúðina af og eyðilegg hana þar með. Hvað myndir þú hugsa ef ég svaraði þér svo til að ég segði: „Sjáðu nú til félagi, hún var enn á brúnklessustiginu. Hvers vegna átt þú að bera umhyggju fyrir brúnklessu?“ Þér myndi finnast rök mín fáránleg. Sama gildir um lífsverndarsinna sem telja að sérhver einstaklingur sé gæddur göfgi: Að halda því fram að það skipti ekki nokkru máli að deyða hann eða hana meðan þau eru að þroskast í móðurskauti eru fáránleg rök í eyrum þeirra.

Ef ég hefði hins vegar tortímt auðri og ólýstri filmu hefðir þú ekki rokið svona upp. Þá hefðir þú einungis glatað einhverju sem er ekkert annað en klessa. Hugsanlegur möguleiki vegur ekki þungt. Það er einungis með framþróun sem imyndin er fyrir hendi (verundin) sem er nú þegar það sem framþróunin mun leiða í ljós.

Ég dreg þá ályktun að þeir sem styðja frelsi til fósturdeyðinga telja ekki einungis að fullyrðing lífsverndarsinna um fóstrið séu rangar heldur fáránlegar þegar þeir telja (jafnvel ómeðvitað) að fóstur séu að verða til í móðurlífinu. Og lifsverndarsinnar telja að afneitun stuðingsmanna fósturdeyðinga á því að fóstur búi yfir mennskri reisn séu jafn fáránleg þegar þeir telja að ófædd börn séu í framþróun (já, séu að framkallast eins og poloroidmyndin) allt frá getnaði.

Hóparnir eru engu að síður ekki samstíga hvað þetta áhrærir: Mennskir einstaklinga þroskast. Að halda því fram að það sé einfaldlega verið að setja þá saman er rangt. Ranghugmydin er fyrir hendi og hefur menningarleg áhrif. Þannig á ekki að ganga fram hjá þeim sem hreinum illmennum sem halda henni fram, þrátt fyrir að sú virðist raunin hjá þeim sem hafa mennska göfgi í huga. En þeir hafa á alröngu að standa. Við vitum með fullri vissu að kenningin um að verið sé að setja eitthvað saman er blekking, að barnið þroskast frá upphafi, en er ekki „sett saman“ að utan. Ímynd þess er fyrir hendi í hugsanlegum möguleika þess í virkri DNA keðju þess, Með hliðsjón af náttúruvisindunum ( og náttúrlegri guðfræði) þarf ekki lengur að gera ráð fyrir „seinkun á lífstilurð“ til að varpa ljósi á mennskan þroska og rakhnífur Okkams ætti að skera slíkt úr rökfræslum okkar. „Tillífgun“ er jafn órökrétt hvað áhrærir mennskan einstakling ef við höfum í huga að barnið er að þroskast, en ekki verið að „setja það saman.“ Perutréð var þegar perutré jafnvel þó að það þarfnist tíðrar vökvunar og áburðs, jafnvel áður en það tekur að bera ávöxt.

„Framleiðsluímyndin“ er iðulega til staðar þegar einhver aðhyllist fósturdeyðingar. Þannig hélt Dalton Conley því fram í grein í The New Yorks Tímes nýlega að flestir Bandaríkjamenn hugsuðu sér að fóstrið sé „einstaklingur í mótun.“ Þeir hlytu að hafa þessa „fóstur-í-mótun“ hugmynd í huga þegar þeir skírskota til einkenna fóstursins (eins og til að mynda að það sé „afar lítið“ eða „hafi engan heila“) til að sanna að á ákveðnu andartaki sé það ekki enn mennsk vera. Núverandi útlit skiptir ekki neinu máli þegar um einstakling er að tefla sem er að þroskast (Ég minni en einu sinni á perutréð).

Að sjálfsögðu breytist allt í meðförum hins póst-móderníska háskólaborgar sem lítur ekki á mannkynið sem vert göfgi, að það sem skipti máli séu tilraunir en ekki verund, að það sem við erum skipti ekki neinu máli, að forledarahlutverkið sé aðeins fyrirbirgði fremur en eðli. Ef eina regla siðfræðinnar fælist til að mynda í því að „ekki megi standa í vegi fyrir rökkrufningunni“ þá væri það fáránlegt að andmæla deyðingu fósturs sem hefur ekki enn þroskaðan heila. Sama má segja um rökfræði afstæðishyggjumannsins sem telur að eina illskan sé sársauki, að á ákveðnu stigi finni fóstrið ekki til sársauka og því sé fósturdeyðing að sjálfsögðu ALLT Í LAGI hvað áhrærir fóstrið (þrátt fyrir að skammvinnan eða langvinnan sársauka fyrir móðurina yrði að hafa í huga áður en fósturdeyðingin er samþykkt).

Eða með öðrum orðum. Þeir sem bæði standa við sannleikann um mennskan þroska og sannleikann um alheimslegt gildi mannsins virða lífið allt frá getnaði þess. En þeir sem verða að fórnardýrum fáfræði eða hafna öðrum hvorum þessara staðreynda telja að rök gegn fósturdeyðingum séu fáránleg.

No feedback yet