« Páskaásjóna himnesks fagnaðarKanadískur sigur fyrir kristið skoðunarfrelsi »

15.04.06

  07:49:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Píslir Jesú rangfærðar í fjölmiðlum

VATÍKANIÐ, 14. APRÍL 2006 (Zenit.org).- Heimilisprestur páfa varar við því sannleikurinn um píslir Krists eru tilefni rangfærslna í fjölmiðlum.

Í hugvekju sinni á Föstudaginn langa að viðstöddum Benedikti páfa XVI í basilíku hl. Péturs vitnaði kapútsíninn Raniero Cantalamessa í ummæli hl. Páls.

„Því að þann tíma mun bera að,“ sagði faðir Cantalamessa, „, að menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir sér að kennurum, eftir eigin fýsnum sínum, til þess að heyra það. sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum“ (2 Tm 4. 3).

„Þessi ritningarorð – og einkum þó að heyra það sem kitlar eyrun – hefur ræst með nýjum og áþreifanlegum hætti á okkar tímum,“ harmaði predikari páfa.

„Meðan við stöndum hér og minnumst písla og dauða Frelsarans, eru milljónir manna afvegaleiddir með lymskulegum skrifum frá fornum tímum til að trúa því að Jesús frá Nazaret hafi aldrei verið krossfestur,“ bætti hann við.

Faðir Cantalamessa vék að „metsölubók“ dagsins í dag í Bandaríkjunum, „útgáfu að Tómasarguðspjalli“ sem kynnt er sem guðspjallið sem „forðar okkur frá krossfestingunni, gerir upprisuna með öllu óþarfa og kynnir okkur ekki Guð sem heitir Jesú.“


"Gróðavænlegri"

„Fólk sem myndi aldrei hirða um að lesa ábyrga ummfjöllun arfleifðarinnar um það hvernig Jesú var krossfestur, dó og var grafinn og reis upp frá dauðum lætur heillast af svo kallaðri „nýrri innsýn“ sem felst í því að hann var ekki krossfestur né dó, einkum ef það er látið fylgja með að María Magdalena hafi flúið til Indlands,“ benti Cantalamessa á með því að vitna í orð biblíufræðingsins Raymond Browns.

„Þessar kenningar leiða okkur fyrir sjónir að með hliðsjón af píslum Jesú, að ævintýrin eru furðulegri en staðreyndirnar, og iðulega og vísvitandi gróðavænlegri,“ hélt hann áfram með því að vitna í Brown.

„Nú er mikið rætt um svik Júdasar, án þess að menn geri sér ljóst að þau eru endurtekin,“ sagði faðir Cantalamessa: „Kristur er að nýju seldur og ekki lengur sanhedríninu fyrir 30 denara, heldur útgefendum og bóksölum fyrir milljónir denara.“

Cantalamessa varaði við því að það drægi ekki úr þessari „hugarórabylgju,“ heldur myndi hún vaxa til muna „með ákveðnum kvikmyndum sem vænta mætti innan skamms.“

Í þessari þungamiðju minningarathafnarinnar um píslir Drottins í basilíkunni, sagði faðir Cantalamess að slíkt efni „væri þess ekki virði að minnst væri á það á þessum stað og á þessum degi, en við getum ekki túlkað þögn hinna trúuðu sem samþykki og að góð trú – eða fíflska – milljóna manna væri gróflega misnotuð af fjölmiðlum, án þess að andmæla, ekki einungis í nafni trúarinnar, heldur sökum heilbrigðrar skynsemi og dómgreindar.“

„Ævintýrin“ sem vikið hefur verið að má útskýra lauk Cantalamessa orðum sínum með eftirfarandi hætti : „Við erum stödd á fjölmiðlaöld og fjölmiðlarnir hafa meiri áhuga á nýjungum en sannleikanum.“

ZE06041401/JRJ

ÍHUGUN FÖÐUR CANTALAMESSA Í HEILD

5 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, nútíminn virðist ginnkeyptur fyrir ævintýrum, og þeir vantrúuðu eru fljótir til að hossa fréttum af meintu “Júdasarguðspjalli” sem er greinilega ævintýrasmíð gnostíkera. Allt þetta hugnast þeim, sem vilja ekki horfast í augu við alvöru guðspjallanna og sannleikann um Krist. Ég vísa á aðrar vefslóðir okkar um þessi mál, einkum ÞESSA!, þar sem væntanlega verður meiri umræða um hið rangnefnda “Júdasarguðspjall” og e.t.v. um þáttinn sem fluttur var Rúvinu í dag.

Og hér er reyndar önnur um mál lærisveinsins sem sveik Jesúm.

15.04.06 @ 11:35
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Satt best að segja tel ég hin harkalegu viðbrögð London Times við þessum orðum Cantalamessa lýsa hroka fjölmiðlavaldsins. Sjálft telur það sig vera þess umkomið að meðhöndla sannleikann samkvæmt eigin mati og geta gengið fram af hörku og óbilgirni, en jafnskjótt og einhver andæfir því bregst það við líkt og „móðursjúk kerling.“ Verðugt umhugsunarefni í upphafi 21. aldarinnar.

Enn er mörgum Íslendingum í fersku minni hvernig London Times, sem tekur sig vera málsvara óháðrar fréttamennsku, afbakaði allan fréttaflutning úr „þorskastríðinu“ og túlkaði breskum stjórnvöldum í vil.

16.04.06 @ 07:28
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þegar Bretland og kaþólska kirkjan er annars vegar má ekki gleyma sögunni. Allir þekkja söguna af Hinrik 8. Næsta reiðarslag í þessum samskiptum var afskipti Píusar V. af stjórnmálum landsins sem fólust í því að hann bannfærði Elísabetu I. Þetta voru slæm mistök. Allar götur síðan hefur þetta samband verið stirt og fram á síðustu öld fyrirfundust viðhorf á þá leið að það væru nánast landráð að vera kaþólskur. Enn í dag má eflaust finna Breta sem eru ekkert minna en heiftúðugir í garð kaþólsku kirkjunnar nánast af sögulegum ástæðum eingöngu. Sjá t.d. þennan tengil: [Tengill]. Enskan á enda sérstök nafnorð (bigot, bigotry) yfir hleypidóma og trúhatursviðhorf og fólk sem aðhyllist þau. Það segir meira en margt annað að á íslensku eru slík nafnorð ekki til heldur verður að þýða þetta eftir samhenginu. Fyrir kemur að svona viðhorf heyrast hjá íslenskum menntamönnum, en sem betur fer ekki oft, en þá er það oftast hjá sigldu fólki því hér heima hefur þetta ekki lærst.

16.04.06 @ 19:16
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Því má svo kannski bæta við síðasta innlegg að eftir því hefur verið tekið að Elísabet II. hefur gert sitt til að bæta þessi samskipti og endurreisa sjálfsmynd kaþólskra Breta. Hugur þeirra í hennar garð er einróma mjög jákvæður, a.m.k. af því sem ég hef lesið.

16.04.06 @ 19:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég hef aldrei orðið persónulega var við andúð á kaþólskum í Englandi þegar ég hef dvalið þar, þvert á móti. Þetta á ekki síður við um Orþodoxa. Í reynd hafa fjölmargir anglíkanar gengið í aðra hvora kirkjuna á undanförnum árum þegar þeim hefur blöskarð „trúhvarfið“ innan eigin kirkju. Eflaust er Michael Harper þeirra kunnastur, reyndar persónulegur vinur séra Halldórs Gröndals, en fyrrum var hann næstæðsti maður Anglíkanakirkjunnar. Hann er nú ortþodoxabiskup í Camebridge. Sjálfur kynntist ég fyrrverandi presti í anglakanakirkjunni sem er nú prestmunkur í orþodoxaklaustri í Englandi.

En vafalaust er London Times að reyna að spila inn á þessa afstöðu Breta frá því um siðaskipti. Hins vegar held ég að þeir hafi tekið sneiðina til sín frá föður Cantalamessa, eða réttara sagt vitað upp á sig skömmina. Margir Íslendingar minnast þess enn í dag hvernig London Times var málpípa breskra stjórnvalda í þorskastríðinu og aflutti fréttir frá Íslandsmiðum með markvissum hætti Bretum í vil.

17.04.06 @ 15:11