« Frans páfi fer til Fatíma í tilefni af 100 ára afmæli birtinganna þarFöstuboðskapur Frans páfa 2017 »

18.03.17

  19:44:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 254 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Píslarvottar nú á tímum eru fleiri en í frumkirkjunni

Frans páfi hefur hvatt kaþólskt fólk til muna eftir trúsystkinum sínum sem þjást daglega í ofsóknum vegna trúar sinnar. Í ræðu á Stefánsmessu, hátíð fyrsta kristna píslarvottsins – sagði páfi: „Þegar við lesum sögu fyrstu aldanna hér í Róm, kynnumst við mikilli grimmd í garð kristinna manna. Þetta gerist í dag líka, í jafnvel enn meira mæli. Ég skal segja ykkur nokkuð,“ sagði páfi við pílagríma sem safnast höfðu saman á Péturstorginu söfnuðust, „fjöldi píslarvotta í dag er meiri en í fyrstu öldunum. Heimurinn hatar kristna menn af sömu ástæðu sem hann hataði Krist,“ sagði Frans, „því að hann færði ljós Guðs, og heimurinn kýs skuggann til að fela sín vonda verk.“

Í nýrri skýrslu sem gefin var út í árslok 2016, er fullyrt að kristnir menn séu ofsóttasti trúflokkur á jörðinni. Samkvæmt tölum frá Center for Global Christianity, sem staðsett er á Ítalíu, voru um 90.000 kristnir menn drepnir fyrir trú sína árið 2016. Það þýðir að kristinn maður var myrtur sjöttu hverja mínútu á síðasta ári! Um 70 prósent þeirra sem drepnir voru árið 2016, liðu píslarvættisdauða í átökum ættbálka í Afríku, vegna þess að þeir neituðu að taka þátt í ofbeldi. „Hin 30 prósentin, eða 27.000, voru drepin í hryðjuverkaárásum, þegar þorp kristinna manna voru eyðilögð, eða vegna ofsókna af hendi stjórnvalda,“ sagði Massimo Introvigne, forstöðumaður Centre for Studies on New Religions, í samtali við útvarp Vatíkansins. Hann sagði einnig að Kaþólska kirkjan væri nú að íhuga möguleikann á því að taka þá upp í hóp dýrlinga sem fallið hafa fyrir Íslamska ríkinu.

Úr Kaþólska kirkjublaðinu 27. árg. 1.-2. tbl. 2017 bls. 4. 

 

No feedback yet