« Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 5. kafliPílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 3. kafli »

17.06.07

  09:24:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 289 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 4. kafli

17. júní. Laugardagur.

Í Svartaskógi.

Við ferðalangarnir vöknuðum rétt fyrir klukkan 8. Tókum upp tjöldin og ókum til Fellenring og kvöddum fjölskyldu sr. Jakobs. Á eftir fóru allir í sund nema við Gunnar sem skrifuðum á póstkort. Þessu næst keyrðum við til Mülhouse þar sem við borðuðum miðdegisverð hjá Jósef, bróður séra Jakobs. Hann hafði varið morgninum til að elda fyrir okkur. Við borðuðum pizzur og ís á eftir með rommrúsínum. Eftir matinn fögnuðum við 17. júní og veifuðum íslenska fánanum.

Ólafur Patrick ætlaði ekki að halda ekki lengra suður á bóginn og við skildum við hann á lestarstöðinni í Mülhouse, þar sem hann tók lest til Luxemborgar. Síðan var ekið sem leið lá til Freiburg í Þýskalandi, og þaðan til st. Péturs- dómkirkjunnar í Svartaskógi. Þar vorum við í hl. messu í bjartri, fallegri og ríkulegri dómkirkjunni, ásamt staðarfólki, sem sumt var í þjóðbúningum. Á eftir skoðuðum við prestaskóla staðarins þar sem sr. Jakob dvaldi síðasta prestaskólaárið sitt. Skólinn er í fallegri byggingu frá byrjun 18. aldar og er fyrrum munkaklaustur. Síðan var haldið á tjaldstæðið, tjaldað, og eftir það farið á veitingahús í tilefni af 17. júní og afmæli biskupsins sem er á morgun. Þar átti þjónustustúlkan Erica afmæli. Veitingahúsið var vistlegt og hlýlegt. Róðukross hékk þar á vegg og hópur manna spilaði fjörug lög og þandi hljómbelg (harmonikku), blés í hljóðpípu (klarinettu) og sló slaggígju (gítar). Mikið fjör var og stemming.

Framhald...

No feedback yet