« Orgelandakt í Dómkirkju Krists konungs í júlí og ágúst 2011 | Þungbært að fá nöfnin ekki fyrst frá kirkjunni » |
Til undirbúnings Heimsæskulýðsdags Kaþólsku kirkjunnar verður farin pílagrímsför til Maríulindar á Snæfellsnesi þriðjudaginn 19. júlí nk. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í kirkjunum og á heimasíðu kirkjunnar: www.catholica.is. [1]
Um Maríulind má fræðast á eftirfarandi vefslóð: http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/ Þar segir m.a. „Svo gerðist það fyrir ekki svo mörgum árum, að almennt var farið að kalla þessa uppsprettu Lífslind en litlu síðar Maríulind, því að Guðsmóðir hefði birzt Guðmundi biskupi á þessum stað, að sögn árið 1230.“ [2]
Endurbirtur pistill frá 9.6. 2011
[1] Úr Kaþólska kirkjublaðinu nr. 6-8, 2011
[2] http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/
Tekið af vefnum www.catholica.is:
Þriðjudaginn 19. júlí 2011 verður farin pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi með Pétri biskupi. Verð fyrir fullorðna er kr. 4000. Innifaldar í verðinu eru ferðirnar fram og til baka og hádegisverður á Hótel Hellnum. Þeir sem vilja taka þátt í ferðinni eru vinsamlega beðnir að greiða 4000 kr. inn á bankareikninginn
528-26-3144, fyrir 12. júlí nk.
Eftir þann tíma er ekki unnt að tryggja þátttöku.
Lagt verður af stað að morgni 19. júlí nk.:
frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 8:00
frá Landakoti, Hávallagötu 14-16 kl. 8:30
frá Maríukirkju í Breiðholti kl. 8:50.
Komið verður til baka að kvöldi 19. júlí kl. 18:30-19:30, fyrst verður stansað í Breiðholti, þá í Landakoti og loks við St. Jósefskirkju í Hafnarfirði.
Vinsamlega skráið þátttöku ykkar í tölvupósti á bokasafn@catholica.is
sem fyrst og látið þess jafnframt getið hvar þið viljið slást í hópinn (þ.e. í Hafnarfirði, í Landakoti eða í Breiðholti).