« Orgelandakt í Dómkirkju Krists konungs í júlí og ágúst 2011Þungbært að fá nöfnin ekki fyrst frá kirkjunni »

05.07.11

  21:01:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 82 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi

Til undirbúnings Heimsæskulýðsdags Kaþólsku kirkjunnar verður farin pílagrímsför til Maríulindar á Snæfellsnesi þriðjudaginn 19. júlí nk. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í kirkjunum og á heimasíðu kirkjunnar: www.catholica.is. [1]

Um Maríulind má fræðast á eftirfarandi vefslóð: http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/ Þar segir m.a. „Svo gerð­ist það fyr­ir ekki svo mörg­um ár­um, að al­mennt var far­ið að kalla þessa upp­sprettu Lífs­lind en litlu síð­ar Maríu­lind, því að Guðs­móð­ir hefði birzt Guð­mundi bisk­upi á þess­um stað, að sögn ár­ið 1230.“ [2]

Endurbirtur pistill frá 9.6. 2011

[1] Úr Kaþólska kirkjublaðinu nr. 6-8, 2011
[2] http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Tekið af vefnum www.catholica.is:

Þriðjudaginn 19. júlí 2011 verður farin pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi með Pétri biskupi. Verð fyrir fullorðna er kr. 4000. Innifaldar í verðinu eru ferðirnar fram og til baka og hádegisverður á Hótel Hellnum. Þeir sem vilja taka þátt í ferðinni eru vinsamlega beðnir að greiða 4000 kr. inn á bankareikninginn

528-26-3144, fyrir 12. júlí nk.

Eftir þann tíma er ekki unnt að tryggja þátttöku.

Lagt verður af stað að morgni 19. júlí nk.:

frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 8:00

frá Landakoti, Hávallagötu 14-16 kl. 8:30

frá Maríukirkju í Breiðholti kl. 8:50.

Komið verður til baka að kvöldi 19. júlí kl. 18:30-19:30, fyrst verður stansað í Breiðholti, þá í Landakoti og loks við St. Jósefskirkju í Hafnarfirði.

Vinsamlega skráið þátttöku ykkar í tölvupósti á bokasafn@catholica.is
sem fyrst og látið þess jafnframt getið hvar þið viljið slást í hópinn (þ.e. í Hafnarfirði, í Landakoti eða í Breiðholti).

17.06.11 @ 11:13