« Athyglisverðar greinar á catholica.isEWTN í beinni á netinu »

04.06.12

  19:50:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 82 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Pílagrímsferð til Maríulindar 11. júlí

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að fyrirhugað sé að fara í pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi 11. júlí næstkomandi. Fyrsta pílagrímsferðin til þessa staðar var farin í fyrra og tóku á annað hundrað manns þátt í ferðinni. Að sögn blaðsins herma munnmæli að María mey hafi birst Guðmundi góða Hólabiskupi við lindina á 13. öld.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í pílagrímsferðinni í ár eru beðnir að senda tölvupóst á bokasafn hjá catholica.is fyrir 25. þessa mánaðar.

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 5-7, 2012 bls. 11.

No feedback yet