« Harmaljóð - notað á föstudaginn langaJóhannes XXIII páfi »

17.02.08

  20:43:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 300 orð  
Flokkur: Prédikanir

Páskavakan, textaröð ABC

……… Páskavakan byrjar með því að kveikt er á páskaeldinum. Við erum minnt á að í upphafi skapaði Guð ljósið. Upphaf páskavöku er táknræn fyrir dögun hinnar nýju sköpunar sem hófst með upprisu Jesú.
Síðan leiðir páskakertið okkur í helgigöngu inn kirkjuna. Þetta minnir okkur á eldinn sem vísaði Ísraelsmönnum veginn í eyðimörkinni. Þessi eldur leiddi þá frá okinu í Egyptalandi til fyrirheitna landsins. Núna leiðir Kristur, ljós heimsins, okkur frá fjötrum syndarinnar, með dauða sínum og upprisu, til ………

eilífs lífs. Þetta er táknað með því að sá sem ber páskakertið inn kirkjuna, gengur í slóð þess er bar krossinn inn í kirkjuna á föstudaginn langa, og nam staðar á þremur sömu stöðum í kirkjunni.

Þegar páskakertið er sett á sinn stað er páskalofsöngurinn sunginn. Páskalofsöngurinn er mjög gamall og má jafnvel rekja hluta hans aftur til fjórðu aldar. Í páskalofsöngnum er samtímanum kunngert:

„Þetta er nóttin,
þegar (Guð) fyrrum
leiddir forfeður vora,
syni Ísraels,
út úr Egyptalandi
til fyrirheitna landsins ………
þegar Kristur braut fjötra dauðans
og sté sigrandi úr helju.“

(II) Síðan er lesið úr ritningunni. Og því yfirleitt fylgt eftir með Davíðssálmum og bænum. Sagan um frelsun Ísraelsmanna við Rauðahafið er alltaf lesin. Önnur ritning minnir okkur á eigin frelsun í skírninni. Loks segja guðspjöllin frá upprisu Jesú.

(III) Síðan hefst skírnarathöfnin þar sem við erum minnt á að í skírninni öðlumst við hlutdeild í upprisu Jesú. Með skírninni verður upprisa Jesú fyrirheit um okkar upprisu. Þess vegna erum við á páskavökunni beðin um að endurtaka skírnarheit okkar.

(IV) Altarisþjónusta. ………

No feedback yet