« Þetta er storkur!Hvað ætlar þú að gera við líf þitt? »

09.03.08

  21:46:56, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Páskar í öðrum löndum

Kafli úr trúfræðslubókinni KOMIÐ OG SJÁIÐ.

Í kaþólsku kirkjunum á Íslandi komum við kristnir menn saman frammi fyrir páskakertinu, sem er tákn hins upprisna Krists. Við hyllum Krist sem sigraðist á dauðanum. Á páskanóttina syngjum við: "Kristur er upprisinn, hallelúja." Síðan höldum við messuna hátíðlega með gleði í hjörtum okkar.

Í Grikklandi, Rússlandi og mörgum nágrannalöndum þeirra er kirkjuklukkunum hringt allan laugardaginn fyrir páska og það er páskaskraut í verslunum. Á miðnætti gengur presturinn út um kirkjudyrnar og boðar þrisvar sinnum: "Kristur er upprisinn." Síðan er kveikt á páskakertunum og þau ganga frá manni til manns í kveðjuskyni.

Alla vikuna eftir páska heilsa menn með orðunum: "Kristur er upprisinn." Og svarið við því er: "Já, hann er sannarlega upprisinn." Síðan fara menn hús úr húsi og heilsa upp á fólkið. Það gefur hvert öðru gjafir, sérstakelga lituð páskaegg. Þau eru tákn hins n‡ja lífs sem blómgast á páskunum.

No feedback yet