« Staðgöngumæðrun fyrir samkynhneigða karlmenn?Endurreisn kaþólsks biskupsdóms á Íslandi »

07.11.10

Páfinn vígir basiliku í Spánarferð

Á nýliðnum degi messaði Benedikt XVI. páfi í hinni fornfrægu borg Santiago de Compostela á NV-Spáni, en milljónir pílagríma sóttu dómkirkju heilags Jakobs þar heim á miðöldum og hafa gert allar aldir síðan. Páfinn bað þar Evrópu að taka sér stöðu með Guði.

„Benedicto" og „Viva el Papa", kalla þúsundir manna, sem næturlangt hafa beðið komu hans til Barcelona, höfuðborgar Katalóníu á Austur-Spáni.

Í Barcelona hefur kirkja hinnar heilögu fjölskyldu (Sagrada Família) verið í byggingu í 128 ár. Hún er kölluð meistaraverk síns arkitekts, Antonis Gaudí, og varð fyrir miklu hnjaski á lýðveldistímanum. Um hana er fjallað hér á Mbl.is. Benedikt páfi vígir 7,5 tonna altari kirkjunnar í dag og lýsir hana basiliku; þó er hún ekki fullbyggð, t.d. er eftir að reisa við hana tíu turna, og verður sá hæsti 170 metra hár og gerir þá kirkjuna þá hæstu í heimi.

Sagrada familia hefur verið kölluð glæsilegasta ófullgerða kirkja heims. Þessar myndir eru báðar af henni, sú minni frá haustinu 2009.

 

 

Á myndinni hér fyrir neðan vottar krónprinsinn Felipe (eða furstinn af Asturias) páfanum virðingu sína eða hollustu (smellið á, hreyfið myndina). Næst prinsinum stendur Letizia prinsessa, kona hans. 

Fullt nafn prinsins á föðurtungu hans er Felipe Juan Pablo Alfonso y Todos los Santos (eða: et omnes sancti), og afspringur er hann af ætt Bourbona í beinan karllegg (hér er ættartré hans).

Felipe prins og Leticia, prinsessa voru meðal þeirra sem hlýddu á messu páfa í dag.<br /><em>Reuters</em>

Löng eru orðin tengsl konungdæmis á Spáni og kaþólsku kirkjunnar. Þótt ekki hafi alltaf verið full eindrægni þar um, var endurreisn raunverulegs konungdæmis á Spáni árið 1975 sennilega gleðilegustu og gæfulegustu tíðindin fyrir borgaralegt lýðræðissamfélag þar í landi á 20. öldinni, eins og allir ættu að vita; heiðurinn ber Juan Carlos konungi. Þó ber þar skugga á: hörmuleg áhrif heimshyggjunnar á síðustu árum, en þau koma m.a. fram í minnkandi messusókn, lausungarhyggju, allt of fáum fæðingum, óheftum aðgangi að fósturdeyðingum og borgaralegri giftingu samkynhneigðra. Já, illa er nú komið fyrir hinum kaþólska Spáni. En við þurfum að biðja fyrir bræðrum okkar og systrum um allan heim, þetta ástand er sannarlega áminning til okkar um það, til hvers vanrækslan við trúarlífið leiðir að endingu. Vonandi verður heimsókn Benedikts páfa til að endurvekja áhugann á lifandi trú meðal þessarar einnar elztu kristnu þjóðar Vestur-Evrópu.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Valdimar Samúelsson
Valdimar Samúelsson

Ég get bara sagt wá þvílíkt mannvirki hef ég aldrei séð.

Þakka líka góða grein.

Kveðja Valdimar.

07.11.10 @ 11:23
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér, Valdimar.

Hér er bærilega hlutlaus, en fróðleg frétt á myndbandi frá messu páfans í Santiago: Evrópa opni sig fyrir guði.

Með góðri kveðju.

07.11.10 @ 15:15
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software