« Franskir sjómenn, franska kirkjan ... spítalar á Íslandi og sjálf kaþólska kirkjan og viðgangur hennar hér | Kaþólska kirkjan um hjónabandið, hreinlífi og samkynhneigð » |
Um hundrað þúsund manns er nú saman komið á íþróttaleikvangi í Sarajevó, höfuðborg Bosníu, til að hlýða á messu Franz páfa.
Með heimsókn sinni hyggst páfi boða frið í landinu sem enn er markað eftir borgarstríð sem lauk fyrir tuttugu árum. Í stríðinu börðust serbneskir meðlimir rétttrúnaðarkirkjunnar við bosníska múslima. Íbúar landsins halda sig enn í fylkingum eftir trúarhópum og þjóðflokkum. Páfi hyggst funda með forsvarsmönnum múslima, réttrúnaðarkirkjunnar og gyðinga í landinu á meðan á heimsókninni stendur. Þannig vill hann boða frið og reyna að fá trúarhópa til að lifa í sátt og samlyndi. (Rúv í dag.)
Franz páfi hefur nú þegar öðlazt miklar vinsældir fyrir augljósan hug sinn til að nálgast og blanda geði við óbreytta meðlimi kirkjunnar víða um lönd, að vekja athygli á hlutskipti fátækra, vinna í þágu friðar og sýna samstöðu með bágstöddum og undirokuðum.
Síðustu athugasemdir