« Hvers vegna hné Drottinn niður undir krossinum?Krossinn er hásæti elskunnar »

14.04.06

  06:47:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 433 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfi íhugar leyndardóm svika Júdasar

POSTULINN HAFNAÐI ELSKU GUÐS.

VATÍKANIÐ, 13. apríl 2006 (Zenit.org).- Í predikun sinni í Skírdagsmessunni fullvissaði Benedikt páfi XVI hina trúuðu um, að leyndardómur Júdasar hafi einmitt falist í því að hafna elsku Guðs.

„Júdas Ískaríot er persónugervingur „svikarans,“ en hjá honum vega peningar, völd og velgengni þyngra en elskan og hann hikar ekki við að framselja Jesú,“ komst páfi að orði í messunni að kvöldi Skírdags.

Ummæli hins heilaga föður komu í tilefni hins nýútgefna Júdasarguðspjalls, forns handrits sem varpar jákvæðu ljósi á postulann sem sveik Krist. Það boðar í reynd að Júdas hafi fylgt eftir guðlegum fyrirmælum þegar hann framseldi Jesú í hendur yfirvaldanna.

Í predikun sinni lagði Benedikt páfi XVI þvert á móti áherslu á hinn frjálsa vilja postulans sem framseldi Jesú fyrir 30 denara samkvæmt frásögn hinna kanónísku guðspjalla.

„Þessi myrki leyndardómur afneitunarinnar er fyrir hendi og er leiddur okkur fyrir sjónir með því sem gerðist í lífi Júdasar, og það einmitt á Skírdag, á þeim degi sem Jesú lagði allt í sölurnar og ætti að vera okkur hvatning til að hugleiða þetta,“ sagði páfi. „ELSKA DROTTINS Á SÉR ENGIN TAKMÖRK, EN VIÐ GETUM SETT HENNI TAKMÖRK.“

AFNEITUNIN

Benedikt páfi spurði síðan: „Hvernig lék sviksemin þennan svikara?“ Og hann svaraði: „Að hafna elskunni, að vilja ekki vera elskaður og ekki að elska sjálfur. Stærilæti sem telur sig ekki þarfnast neinnar hreinsunar og lokar sig af gagnvart hjálpræði gæsku Guðs.“

„Í Júdasi,“ hélt hann áfram, „sjáum við eðli þessarar afneitunar enn frekar. Hann dæmir Jesú í ljósi valds og velgengni: Fyrir honum eru það völdin og velgengnin sem ein hafa raunverulegt gildi, elskan er ekki höfð með í dæminu.

Og hann er gráðugur: Peningarnir skipta meira máli en samfélagið við Jesú, þeir eru mikilvægari en Guð og elska hans.

Með þessum hætti,“ útskýrði hinn heilagi faðir, „varð hann einnig að lygara sem ber kápuna á báðum öxlum og segir skilið við sannleikann og verður að þeim sem hrærist í lyginni og glatar öllum næmleika gagnvart hinum æðsta sannleika: Guði.

Með þessum hætti verður hann harðlyndur og getur ekki tekið sinnaskiptum, hafnar trúfastri endurkomu hins glataða sonar og varpar gjörspilltu lífi sínu á glæ.“

ZE06041306/JRJ

11 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Mikið vonskukast einkenndi frétt Rúv 1 nú í hádeginu í garð þessara ummæla páfa þar sem hann var skammaður fyrir þessi ummæli sín. Ólíkt öðrum trúarleiðtogum sem boðuðu kærleikann, notaði hann þetta tækifæri til að skammast. Í alvöru talað: Hrærist þetta fólk í einhvers konar fjórvíddarguðsafneitun? Kannski að fréttamaðurinn hafi bara verið í fýlu að verða að vinna á frídegi?

Hjá alvöru fréttastofunum stóru út í heimi var hins vegar látið vel að þessum boðskap.

14.04.06 @ 14:27
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það kom fram í fréttinni að þetta hefði verið í hugvekju dagsins í dag, föstudagsins langa. Þessi ummæli sem þú nefnir voru tilvitnun í Lundúnablaðið The Times. Við munum sjá fljótlega hvað það var sem fór svona illa í Bretana og vitnað var í hér heima. Eindregin andstaða kaþólsku kirkjunnar við Íraksstríðið er stjórnvöldum þar í landi eflaust ekki hugleikin og nýleg yfirlýsing skoskra biskupa gegn kjarnorkuvopnum ekki til þess fallin að afla þeim vinsælda hjá stríðshaukum Bretlands.

14.04.06 @ 20:23
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Sælir, bræður. Ég tók einmitt eftir hinni einhliða túlkun og fjandsamlega hljómi í þessari hádegisfrétt Rúv. Hún er á http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item69476/ (fyrir utan smáhljóm af hans eigin rödd inni í þessu) og er þannig í heild á þeirri vefsíðu:

“Páfi harðorður í hugvekju dagsins
Benedikt páfi XVI stýrir í fyrsta skipti helgum athöfnum í Páfagarði um páska. Í hugvekju sinni í dag, föstudaginn langa, fordæmir hann djöfullegan hroka nútímamannsins og dýrkun illskunnar.
Benedikt páfi segir ofdramb manna birtast átakanlegast í því að þeir telji sig þess umkomna að grípa fram fyrir hendur almættisins og breyta sköpunarverkinu með margvíslegum erfðabreytingum. Þeir hunsi vilja Guðs, setjist sjálfir í hásæti hans og hefji tilraunastarf sem sé ekkert annað en háskaleg brjálsemi. Þá grafi þeir undan fjölskyldunni og séu helteknir úrkynjaðri eigingirni.
Lundúnablaðið Times segir boðskap páfa, þar sem hann tali tæpitungulaust um skuggahliðar mannssálarinnar, syndina og ofmetnaðinn, stinga í stúf við boðskap margra annarra kirkjuhöfðingja sem leggi meiri áherslu á kærleika og fagnaðarerindi kristindómsins. Því megi búast við því að hugvekjurnar veki blendin viðbrögð katólskra manna.”

Ég fór inn á Timesonline-vefinn, þar finn ég þessa tilvísuðu frétt á http://www.timesonline.co.uk/article/0,,3-2134140.html –– en hvergi finn ég þar þessi orð: “stinga í stúf við boðskap margra annarra kirkjuhöfðingja sem leggi meiri áherslu á kærleika og fagnaðarerindi kristindómsins” né þetta: “Því megi búast við því að hugvekjurnar veki blendin viðbrögð katólskra manna.” Vera má, að þetta sé í einhverri annarri frétt (sem er þó ólíklegt eftir leit mína) eða í leiðara blaðsins, ég læt vita af því, ef það kemur í ljós. En það er talað þarna um “boðskap páfa” og sagt: “Í hugvekju sinni [páfans] í dag,” en aldrei minnzt á, að þetta voru ekki orð, sem hann skrifaði né hafði sagt, heldur texti sem Angelo Comastri erkibiskup hafði tekið saman til hugleiðingar um stöður krossins (“Their author is Archbishop Angelo Comastri, Vicar General at Vatican City,” segir á vefsíðu The Times.) En það er sagt um páfann að hann “is certain to have given his blessing to the Good Friday meditations at the Colosseum,” sem er allt annað en að tala um þetta sem sérstakan páfaboðskap að hans frumkvæði; þetta er hins vegar partur af lítúrgískri (helgisiða-) athöfn sem reglulega er um hönd höfð í dymbilviku. En svo virðist sem virðist þetta hafi verið sett í útgáfu blaðsins á föstudaginn langa, áður en að þessum athöfnum var komið, en blaðamaðurinn treystir á, að páfinn muni hafa lagt blessun sína yfir þessar hugleiðingar. Það mátti hann svo sannarlega að mínu mati, en það er ekki það sama og að setja þetta einhæft og hikstalaust fram sem hans eigin boðskap og hans hugvekju. Slíkur lestur Rúv-fréttamanns á Times-fréttinni gefur ekkert minna til kynna en vanhæfið algjört að lesa og þýða fréttir.

Í sömu frétt The Times sagði líka: “The tone of the meditations is striking in its contrast to the contemporary fashion for feel-good religion.” –– Getur verið, að þetta eitt sé forsendan fyrir þeirri (um)túlkun fréttamannsins, sem las fréttina í Rúv í hádeginu, að þessi hugleiðing “sting(i) í stúf við boðskap margra annarra kirkjuhöfðingja sem leggi meiri áherslu á kærleika og fagnaðarerindi kristindómsins” ??? Ef svo er, þá hefur fréttamaðurinn farið langt út fyrir verksvið sitt, raunar svo langt, að kalla verði falstúlkun og brot gegn opinberum starfsskyldum.

14.04.06 @ 22:29
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Það er reyndar margt gott og satt í þessum hugleiðingum erkibiskupsins. Við vitum það öll, sem þetta lesum, að efnishyggjan í heiminum og skeytingarleysið um mannlegt líf í móðurkviði er einkenni nútímans; fyrir 5 dögum sagði ég frá því á annarri vefsíðu, að yfir 70 milljón ófæddir hafi verið drepnir bara frá síðustu áramótum. Og þar sem erkibiskupinn minnist á “genetic manipulation,” er ugglaust átt við fósturrannsóknir og krukk vísindamanna í erfðavísa mannsins (ekki erfðabættar matvörur) í tilraun til að útrýma hinu ófullkomna meðal okkar. En það er ekki að furða, að “today’s Catholic prayers, published in Italian this week and in English on the Zenit website yesterday, go further than most in their thorough denunciation of contemporary culture” (skv. frétt The Times), þegar allt þetta og fleira er haft í huga. – En lesið þá frétt alla í heimsborgarblaðinu, sérstaklega finnst mér t.d. tilvitnunin þar úr hugleiðingunni við 8. stöðu krossins (um mæðurnar) bera því vitni, að þar sé talað af kærleika og umhyggju inn í hörmulegar mannlegar aðstæður samtíðar okkar.

En hlustendur Ríkisútvarpsins þurfa ekki á fordómafullum fréttum að halda um kaþólska kristni og stefnu Benedikts páfa – þeir hafa fyrir löngu fengið “overdosis” eða of stóran skammt af slíkum ofurneikvæðum fréttaspuna svokallaðra “frjálslyndra” fréttamanna hér á Íslandi.

14.04.06 @ 22:56
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Bræður, við ættum eiginlega að gera þessi athugasemdabréf að sérstakri vefsíðu (en hafa Júdasarumfjöllunina áfram á þessari eldri síðu), með stuttri klausu Jóns Rafns fyrst, en þó lagaðri til í samræmi við þau atvik málsins sem koma hér fram í bréfum okkar Ragnars. Titill nýju vefsíðunnar þyrfti þá að bera með sér, að fjallað væri um fréttaflutning Rúv–hljóðvarps, þá reka þeir, sem hlut eiga að máli, frekar augun í þetta. En þurrkum svo út þessa síðustu aths. mína.

14.04.06 @ 23:12
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Leiðrétting:
Tilefni þessarar fréttar var hugvekja föður Raniero Cantalamesa á Föstuadaginn langa við fótaþvottinn. Þar gagnrýnir hann heimshyggjuna meðal annars og ávítar framgöngu þessara manna. En vafalaust finnst „frjálsyndum“ fréttamönnum það vera í stakasta lagi að framleiða bóluefni úr líkum myrtra barna fóstureyðingarstóriðjunnar, svo að aðeins sé vikið að einum þætti þessa máls. Í reynd setur að manni hroll einungis við að leiða hugann að slíku athæfi. Allt minnir þetta okkur meira en óhuggulega mikið á sápuframleiðsluna í útrýminarbúðum nasista. Vafalaust hefðu þeir gert þetta líka ef tæknigetan hefði verið fyrir hendi: Ekki skorti viljann.

Það er hrollvekjandi að hugsa til þess hvernig dauðamenningin þróast í stigvaxandi mæli í sömu átt og nasisminn og kommúnisminn. Það er einnig rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig „frjálslyndir“ fréttamenn kokrenna öllum áróðri þessara afla sem „sannleika.“

Síðar sama dag bætti svo Rúv 1 enn betur úr í þætti Ævars um Alkirkjuráðið sem snérist að hluta upp í lofgjörð um samkynhneigð. Það má svo sem vel vera að nefna megi þennan fjölmiðil tignarheitinu „útvarp allra landsmanna.“ En hann er alltént ekki fjölmiðill kaþólskra í landinu sem nú teljast rúmlega 7000.

Fólk verður svo að vega og meta það sjálft, hvort faðir Cantalamesa hafi gengið of langt að dirfast að gagnrýna dauðamenningu sem fyrirkemur 124.000 börnum daglega með því að myrða þau. Þetta eru jú ekki nema tæp 6000 börn á hverri klukkustund.

En þrátt fyrir að þjóðin sé kúguð með lagaboðum til að sjá um fjárhagslega útgerð þessarar stofnunar, geri ég mér fyllilega ljóst að svar þeirra við allri gagnrýni er hið klassíska: meiri peninga! Vafalaust hafa þessar hrelldu sálir ekki nægilega peninga undir höndum til að greina líka frá sannleikanum, svo að þeir verða að láta sér nægja að greina þjóðinni frá lygunum sökum fjárskorts!

15.04.06 @ 06:37
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Innilegar þakkir fyrir þetta innlegg þitt, nafni, þótt því fylgi sorglegar ábendingar. Tæplega 100 börn á hverri mínútu. Það er fórnarkostnaður þessara skurðgoða nútímans: sjálfselskunnar á kostnað hinna ófæddu.

Fjallað verður um Júdasarguðspjall núna á eftir, kl. 1 eða á 2. tímanum, í Laugardagsþættinum á Rás 1. Ég efast um, að við eigum þar á góðu von: Þorvaldur Friðriksson fréttamaður ræðir þar við módernískan guðfræðing, dr. Arnfríði Guðmundsdóttur. En gefum því tækifæri að hlusta, áður en við fellum dóm. Í þessum skrifuðum orðum er frétt um málið í hádegisfréttum Rúv, með parti úr viðtalinu við AG í Laugardagsþættinum.

15.04.06 @ 10:41
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég er orðlaus eftir þessa frétt. Guðspjallið hefur legið frammi á netinu í pdf formati frá 6. apríl s.l. þegar útgáfa þess var kynnt í New York, sem virðist alveg hafa farið fram hjá dr. Arnfríði, við getum því miður ekki gert neinar kröfur til fréttamannanna sjálfra. Ef þeir fá fréttirnar ekki matreiddar beint upp í hendurnar frá Reuter eða AP, þá fara allar fréttir fram hjá þeim.

En ef fréttamaður vinnur sérstaka frétt fyrir alþjóð, er alls ekki svo vitlaust að „tjekka“ á netinu, er það? Ég hef sem fæst orð um túlkun dr. Arnfríðar, en við skulum segja, að hún ætti að kynna sér upphaf kristindómsins betur. Benedikt páfi fjallaði auk þess um Júdasarguðspjall á Skírdag, eins og sjá má hér á netinu, en ekki í gær.

15.04.06 @ 11:45
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Arnfríður notaði tækifærið til að koma að sinni kvennaguðfræði. Merkilegt, hvernig hún leyfði sér að tala um það í lokin, að Júdas hafi orðið “mikilvægur í langtímasamhengi eða í stærra samhengi, af því að hann í rauninni verður, án þess að vita það, valdur að því, að upprisan á sér stað” (feitletr. JVJ). – Að sjálfsögðu var Júdas enginn orsakavaldur að upprisunni – hún var alfarið verk Guðs. En Júdas var með svikum sínum einn höfuðorsakavaldur krossfestingarinnar. Hann er einn örfárra einstaklinga, sem kirkjan hefur talað um, að við höfum nánast fullvissu um, að endað hafi í helvíti (hinir eru m.a. Sál konungur). Jafnvel Pílatus, svikull í starfi sínu sem dómari, var að sögn Jesú ekki jafnsekur og Júdas. Jesús sagði við Pílatus: “Þú hefðir ekkert vald yfir mér, væri þér ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök, sem hefur selt mig þér í hendur” (Jóh.19.11). Þetta gæti vísað til Kaífasar æðsta prests, en augljósara virðist af samhengi 18.–19. kafla, að það vísi til Júsasar Ískaríots. –– Það mun samt ekki koma í veg fyrir, að einhverjir 21. aldar menn, rammvilltir frá braut þekkingarinnar, geri þann mann að postula sínum!

Að lokum: Smá-gamanmál um “Júdasarguðspjall": STARTLING “JUDAS TIE” DISCOVERED! – með jafn-alvarlegu viðbragði mínu!

15.04.06 @ 11:58
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég tók einmitt eftir þessu, nafni, að dr. Arnfríður virðist gera ráð fyrir, að handritið hafi ekki allt verið birt, en það mun rangt hjá henni. Hún telur það líka vera frá 2. öld, en það er í betri heimildum sagt frá 3. eða 4. öld.

15.04.06 @ 12:36
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Handritið sem er til umræðu er afrit frá fjórðu öld segja sérfræðingar, en ekkert unnt að segja um frumritið annað en að það gæti verið frá blómaskeiði gnóstikismans um 150-200. Ég held að montanisminn hafi tekið að ryðja þeim úr vegi eftir 180, þessi hreyfing sem glapti að lokum Tertullian um 210 (eftir minni).

15.04.06 @ 13:07