« Páfinn varð 85 ára í dagGefandi samvera kaþólskra unglinga á æskulýðsdeginum »

06.04.12

Páfi þvær fætur tólf presta

HÉR má sjá athöfn sem fer fram árlega á skírdag í Vatíkaninu og allvíða í kaþólskum  kirkjum: þvegnir fætur manna, gjarnan af biskupi og í þessu tilfelli af páfanum sjálfum, Benedikt 15, sem er nýkominn heim úr vel heppnaðri ferð til Mexíkó og Kúbu, en hann verður hálfníræður 16. þessa mánaðar. Þessi árlega athöfn er í minningu þess, að Jesús þvoði fætur lærisveinanna á skírdagskvöld, daginn fyrir krossfestingu sína.

Hefur sá, sem þetta ritar, verið viðstaddur slíka athöfn í Dominikana-konventu* í Englandi, og hafði hún sterk áhrif á mann.

Thumbnail

Fallegar guðsþjónustur voru í dómkirkju Krists konungs í Landakoti á skírdagskvöld og föstudaginn langa og lesið úr píslarsögunni, auk annarra messuatriða og fallegs söngs. Á sama hátt er mikið messuhald í öðrum kirkjum landsins og allir hvattir til að sækja kirkju um páskana – sá dagur og sú páskanótt kemur ekki aftur!

* Konventa: e.k. klaustur, en þó ekki, því að svartmunkar eru ekki innilokaðir frá heiminum, eins og t.d. Karmelsystur eru hér á landi – eins og annað klausturfólk í kaþólskum sið ... og biður þó jafnan fyrir heiminum.

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution