« Hvað er kaþólskt hjónaband?Lög gegn trúhatri samþykkt í breska þinginu »

09.02.06

  21:40:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 256 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn, Önnur trúarbrögð

Páfagarður fordæmir myndbirtingarnar og ofbeldið

Páfagarði, 5. feb. 2006 (Zenit.org). Páfastóll fordæmdi birtingu skopmynda af Múhameð spámanni sem birst hafa í vestrænum fjölmiðlum sem og ofbeldisfull viðbrögð í hinum múslimska heimi.

Í óundirritaðri yfirlýsingu frá fréttastofu Páfagarðs sem gefin var út sl. laugardag segir: "Frelsi til hugsana og tjáningar, sem staðfest er í Mannréttindasáttmálanum getur ekki falið í sér rétt til að meiða trúarlegar tilfinningar fólks. Þetta á við um öll trúarbrögð". "Fjölbreytileiki kallar á andrúmsloft gagnkvæmrar virðingar og friðarhug milli manna og þjóða".

"Myndbirtingarnar sem fela í sér espandi gagnrýni og háð gagnvart öðrum, sýna skort á mannlegu umburðarlyndi og geta í sumum tilfellum talist óviðunandi ögrun. Ef sagan er lesin þá kemur í ljós að andleg sár fólks eru ekki læknuð með þessu móti"

Páfagarður áréttaði að ekki væri hægt að gera ríkisstjórn ábyrga fyrir fjölmiðlum í því landi en "yfirvöldin mættu og ættu að skerast í leikinn eftir atvikum samkvæmt fyrirmælum í löggjöf."

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að "ofbeldisfull mótmæli séu á sama hátt hörmuleg". "Raunverulegt eða munnlegt óumburðarlyndi, sama úr hvaða átt það kemur, hvort sem það kemur fram sem frumorsök eða sem viðbrögð er alltaf alvarleg ógnun við friðinn."

RGB/Heimild:
ZENIT - The World Seen From Rome

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þessum viturlega boðskap Benedikts páfa ber að fagna. Mættu hyggindi hans verða mörgum leiðarljós. Og þökk sé þér, Ragnar, fyrir að koma þessum boðskap hans hér á framfæri.

10.02.06 @ 08:21