« Obama heiðursdoktor í kaþólskum háskóla?Dauðapilla gegn lífinu – hér á Íslandi?! »

16.04.09

Páfagarður hafnar sendiherrum sem taka afstöðu gegn lífinu

Páfagarður hefur hafnað þremur sendiherraefnum, sem stjórn Baracks Obama hefur lagt til. Var sagt frá þessu í lok hádegisfrétta Ríkisútvarpsins í dag. Meðal þessara þriggja hafi verið Caroline Kennedy, dóttir hins kaþólska Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Páfagarður mun hafa hafnað þessum þremur sem sendiherraefnum "vegna afstöðu þeirra til fóstureyðinga," eins og segir í fréttinni.

Við könnun á málinu má rekja það til frétta frá Írlandi og Ítalíu.

Hér má vísa til greinarinnar Vatican rejects Kennedy diplomat role í Irish Times, 13. apríl 2009 (http://www.irishtimes.com). Þar er m.a. vitnað í orð fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna í Vatíkanríkinu, Rays Flynn, sem í viðtali við Boston Herald í liðinni viku sagði stuðning Caroline Kennedy við s.k. fóstureyðingar (support for abortion) gera hana að óheppilegum valkosti (an unsuitable choice) sem ambassador í páfagarði. “Það er afar mikilvægt og grundvallaratriði, að hver sá, sem á að vera fulltrúi okkar hjá Hinu heilaga sæti (the Holy See), aðhyllist lífsverndargildi (has pro-life values),” sagði hann. “Hún kvaðst vera með valfrelsi (pro-choice) [í þessu máli]. Ég geri ekki ráð fyrir, að hún ætli sér að breyta því, og það veldur vandkvæðum (which is problematic),” sagði hann.

Fulltrúar Hvíta hússins hafa neitað að segja nokkuð um þetta mál.

Sé málið skoðað víðar, má finna fréttina Vatican denies rejecting Caroline Kennedy as envoy (APF-fréttastofan), en þegar nánar er að gáð, kemur skýringin í ljós. Það er 100% rétt hjá Irish Times, að "senior Vatican spokesman Fr Federico Lombardi yesterday denied that the Holy See had blocked any potential appointments, saying that no proposals for the job had yet been made to the Vatican" (leturbr. jvj). Greinilegt er því, að engin formleg tilnefning Caroline Kennedy hefur átt sér stað, og því hefur Vatíkanið ekki þurft að hafna henni formlega, en sennilega hafa stjórnvöld í Washington verið með þreifingar um það, hvern þau gætu sent til starfans, en ekki fengið grænt ljós frá Róm á þá þrjá, sem til greina komu. Jafnvel í APF-fréttinni er haft eftir séra Federico Lombardi, talsmanni Benedikts XVI páfa: "Það hefur engin formleg tillaga (proposal) komið fram um nýjan sendiherra Bandaríkjanna til Hins heilaga sætis, og þess vegna er það rangt, að henni hafi verið hafnað."

Barack Obama er mikill fylgismaður svokallaðra "frjálsra fóstureyðinga", hlaut mikla styrki til kosningabaráttu sinnar frá læknastöðvum í þeim geira, ásamt stuðningi frá baráttusamtökum fyrir fósturvígum, og hann var ekki svifaseinn að sýna afstöðu sína í verki, er hann strax á fyrstu dögum sínum í embætti afnam bann Bush yngra forseta við ríkisstyrkjum til bandarískra samtaka sem halda fósturdeyðingum stíft að þjóðum þriðja heims. Þar á meðal eru International Planned Parenthood, sem Margaret Sanger (1879–1966) átti upptökin að, baráttukona í beinum tengslum við nazista í Þýzkalandi, fylgjandi kynþáttastefnu og mismunun ríkra og fátækra. Það er því beinn þráður milli racisma og fósturvígsstefnu þessara aðila.

2 athugasemdir

Héðinn Björnsson

Ætli það færi ekki bara best á því að Bandaríkjamenn neituðu að skipa nýjan sendiherra og sjá hversu lengi Páfagarður myndi raunverulega vilja vera á bandarísks sendiherra en jafnvel er hætt við að önnur ríki myndu draga heim sína sendiherra og fljótlega yrði lítið orðið eftir af þjóðríkisstimpli páfagarðs.

Hvað varðar samtengingu þína við nasista að þá mætti jafn vel segja að beinn þráður væri milli kaþóskrar kirkju og rasisma enda umtalsvert hefur núverandi pafi umtalsvert meiri tengingu við nasisma en Sanger heitin.

Ef maður heldur sér við lögmál Godwins og heldur nasistum utan við umræðuna um fóstureyðingar held ég að niðurstaðan verði betri fyrir alla aðila. Að sitja heima við tölvuna og kalla hvorn annan nasista er ekki uppbyggilegt.

28.05.09 @ 17:21
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þér er frjálst, Héðinn, að halda þessu öllu fram, sem hér má sjá í 1. málslið þínum. Þetta er þín skoðun, en gefðu þér ekki, að Benedikt páfi léti þetta sannfæra sig!

Margaret Sanger hafði viljandi samband við nazista, en hinn ungi Ratzinger hélt sig frá nazistaflokknum eins og faðir hans og öll fjölskyldan; hann var þvingaður inn í Hitlersæskuna með lagaboði eins og öll þýzk börn á þeim aldri, en losaði sig mjög fljótt út úr því, er hann (ennþá unglingur) hóf nám í prestaskóla. Fyrir vanþekkingar sakir um þessi mál er innlegg þitt afsökunarvert, en það er ekki hrósvert að fullyrða heimildalaust og gegn öllu því, sem vitað er, eins og þú gerir hér, páfanum til lasts og fullkomlega að ósekju.

Lokasetning þín er afar vanhugsuð. Í niðurlagi greinar minnar get ég um bandarísk samtök “sem halda fósturdeyðingum stíft að þjóðum þriðja heims [STAÐREYND]. Þar á meðal eru International Planned Parenthood [STAÐREYND], sem Margaret Sanger (1879–1966) átti upptökin að [STAÐREYND], baráttukona í beinum tengslum við nazista í Þýzkalandi [STAÐREYND], fylgjandi kynþáttastefnu [STAÐREYND] og mismunun ríkra og fátækra [STAÐREYND]. Það er því beinn þráður milli racisma og fósturvígsstefnu þessara aðila” [RÉTT ÁLYKTUN].

Ég býð þér að lesa bókina: Margaret Sanger, the Father of Modern Society, þá efast ég ekki um, að þú skiljir, hvað ég er að fara.

30.05.09 @ 00:12
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

open source blog tool