« Gefandi samvera kaþólskra unglinga á æskulýðsdeginum | Kom þú, Faðir » |
Páfastóll gleðst yfir nýlegri samþykkt Evrópuþingsins sem vill láta banna líknardráp. "Líknardráp í þeim skilningi að í því felist að viljandi sé bundinn endi á líf persónu sem er öðrum háð, annaðhvort með verknaði eða athafnaleysi, viðkomandi til heilla, að því er sagt er, verður alltaf að vera óleyfilegt," segir í samþykktinni. Aldo Giordano,
fastur áheyrnarfulltrúi Páfastóls hjá Evrópuráðinu í Strassburg, lagði áherslu á mikilvægi þessarar ákvörðunar í viðtali við útvarp Vatíkansins. Lífið ræður alltaf í vafatilfellum. Þessi ákvörðun Evrópuþingsins endurspeglar í grundvallaratriðum aldalanga reynslu, "lögmál sögu okkar," sagði fulltrúi Páfastóls. Hann sagðist vona að þessi höfnun líknardráps hjá Evrópuþinginu "verði einnig grundvallarviðmið í lagatúlkun Mannréttindadómstóls Evrópu". Giordano líur svo á að þarna sé um menningarlegan vendipunkt að ræða í álfunni.
Kaþólska kirkjublaðið, marz/apr.2012.
Síðustu athugasemdir