« Gefandi samvera kaþólskra unglinga á æskulýðsdeginumKom þú, Faðir »

02.03.12

  19:17:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 123 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag, Kenning kaþólskrar kirkju, Líknardráp svokölluð

Páfagarður gleðst yfir því að Evrópuþingið hafnaði líknardrápi

Páfastóll gleðst yfir nýlegri samþykkt Evrópuþingsins sem vill láta banna líknardráp. "Líknardráp í þeim skilningi að í því felist að viljandi sé bundinn endi á líf persónu sem er öðrum háð, annaðhvort með verknaði eða athafnaleysi, viðkomandi til heilla, að því er sagt er, verður alltaf að vera óleyfilegt," segir í samþykktinni. Aldo Giordano,

fastur áheyrnarfulltrúi Páfastóls hjá Evrópuráðinu í Strassburg, lagði áherslu á mikilvægi þessarar ákvörðunar í viðtali við útvarp Vatíkansins. Lífið ræður alltaf í vafatilfellum. Þessi ákvörðun Evrópuþingsins endurspeglar í grundvallaratriðum aldalanga reynslu, "lögmál sögu okkar," sagði fulltrúi Páfastóls. Hann sagðist vona að þessi höfnun líknardráps hjá Evrópuþinginu "verði einnig grundvallarviðmið í lagatúlkun Mannréttindadómstóls Evrópu". Giordano líur svo á að þarna sé um menningarlegan vendipunkt að ræða í álfunni.

Kaþólska kirkjublaðið, marz/apr.2012.

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog soft