« Fastan - hin andlega eyðimerkurferðBragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins »

06.02.08

  21:23:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 163 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Öskudagur - öskudagsmessa og öskukross

Á öskudag hefst 40 daga fasta kristinna manna og hún stendur fram á páskadag. Í kaþólsku kirkjunni er til siðs að fara í messu á öskudag og í lok messunnar gerir presturinn krossmark úr ösku á enni kirkjugesta og mælir um leið þessi orð: "Minnstu þess maður að þú ert mold og að moldu muntu aftur verða". Þetta minnir fólk á hverfulleika lífsins og fallvölt gæði þessa heims.

Á eftirfarandi YouTube myndskeiði er rætt við fólk sem er nýbúið að meðtaka öskukrossinn í dómkirkjunni í Baltimore og það svarar spurningunni um það hvað sé vel heppnaður föstutími. Það sem síðasti maðurinn segir á myndskeiðinu er athyglisvert. Hann vitnar í viðbrögð móður Teresu þegar hún var spurð hvort hún gæti leyst vandamál Kalkúttaborgar: "Guð kallaði mig ekki til velgengni heldur til trúfesti"

[cvideotube=Y2ij6yDpcwU]

Á þessum tengli má sjá hvað felst í því að fasta.

No feedback yet