« Enn um heiti pólitískra fylkinga á Norður-ÍrlandiPílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi »

07.07.11

  15:54:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 152 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Orgelandakt í Dómkirkju Krists konungs í júlí og ágúst 2011

Greint er frá því á vef Kaþólsku kirkjunnar að alla miðvikudaga í júlí og ágúst 2011 verði haldin orgelandakt kl. 12.00-12.30 í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík (Kristskirkju). Ýmsir organistar koma þar fram en þessi andakt verður haldin níu miðvikudaga, frá 6. júlí til 31. ágúst 2011 og verður megináhersla lögð á trúarlega orgeltónlist.

Tónleikaröðin hefst miðvikudaginn 6. júlí en þá leikur Iveta Licha á hið danska Frobenius-orgel kirkjunnar. Þetta er þriðja sumarið sem þessi tónleikaröð er haldin og er aðgangur ókeypis og öllum frjáls. Hér að neðan er skrá um þá organista sem leika hverju sinni í sumar:

Júlí 2011
Miðvikud. 6. júlí kl. 12.00: Iveta Licha
Miðvikud. 13. júlí kl. 12.00: Lára Bryndís Eggertsdóttir
Miðvikud. 20. júlí kl. 12.00: Ágúst Ingi Ágústsson
Miðvikud. 27. júlí kl. 12.00: Haukur Guðlaugsson

Ágúst 2011
Miðvikud. 3. ágúst kl. 12.00: Friðrik Vignir Stefánsson
Miðvikud. 10. ágúst kl. 12.00: Kári Allansson
Miðvikud. 17. ágúst kl. 12.00: Kjartan Sigurjónsson
Miðvikud. 24. ágúst kl. 12.00: Sergio Militello frá Flórens
Miðvikud. 31. ágúst kl. 12.00: Zbigniew Zuchowicz

Heimild: Vefur Kaþólsku kirkjunnar; http://www.catholica.is

No feedback yet