« Faðirvorið og hin yfirskilvitlega og innblásna bæn náðar Guðs„Sjá, sem örn stígur hann upp og flýgur“ (Jer 49. 22) »

05.03.06

  06:14:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 274 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Og englar þjónuðu honum:

Heilagt guðspjall Jesú Krists á Drottins degi 5. mars er úr hl. Markús 1. 12-15.

Þá knúði Andinn hann út í óbyggðina, og hann var í óbyggðinni í fjörutíu daga, og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra, og englar þjónuðu honum. Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: „Gjörði iðrun og trúið fagnaðarerindinu.

Og englar þjónuðu honum:
En til hvers nefnum vér þessar englasveitir, nema vér skýrim gjörr þjónustu þeirra? Því að það er vitanda, að engla nöfn eru af þjónustu þeirra, en eigi af eðli, því að helgir englar eru ávallt andar, en þeir mega ávallt ærir (sendiboðar) heita, svo sem sálmaskáldið mælti: „Guð gjörir anda áru (sendiboða)“ (Sl 104. 4). Svo sem hann þetta mælti: „Þeir, sem ávallt eru andar, þeir gjörast ærir Guðs, þá er hann vill“ [1]

Orðið óbyggð er eitt og hið sama og eyðimörk. Öll göngum við út í eyðimörkina á pílagrímsgöngu okkar á jörðu. Sumir eru líkamlega sjúkir, aðrir þjakaðir andlegum sjúkdómum eða löstum og láta heillast af gullinu sem Frelsarinn hafnaði í eyðimörkinni. Samkynhneigðir lifa einnig í sinni eyðimörk. Við skulum því lyfta þeim upp frammi fyrir Guði í bænum okkar á þessum degi, og þá munu ærir Drottins vissulega koma þeim til hjálpar.

[1]. Hómilíubók, bls. 131.

No feedback yet