« FóstureyðingÁkall til ungs fólks »

03.05.08

  21:03:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 591 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

"OG EIGI LEIÐ ÞÚ OSS Í FREISTNI"

2846. Þessi bæn fer að rótum þeirrar sem á undan fer því syndir okkar er afleiðing þess að við höfum látið undan freistingunni; þess vegna biðjum við Föður okkar að "leiða" okkur ekki í freistni. Erfitt er að þýða gríska orðasambandið sem notað er með einu orði: það þýðir "lát þú oss eigi falla í freistni" eða "lát þú oss eigi leiðast til freistni." [150] "Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns"; [151] hann vill þvert á móti frelsa okkur undan hinu illa. Við biðjum hann um að láta okkur ekki ganga þann veg sem leiðir til syndar. Við stöndum í stríði "milli holds og anda"; þessi bæn biður Andann um dómgreind og styrk.

2847. Heilagur Andi fær okkur til að ………

……… greina á milli þrenginga sem eru nauðsynlegar fyrir vöxt hins innri manns, [152] og freistingar sem leiðir til syndar og dauða. [153] Við verðum einnig að greina á milli þess að vera freistað og láta undan freistingu. Að síðustu afhjúpar dómgreindin lygar freistingarinnar: viðfang hennar virðist "gott" "fagurt á að líta" og "girnilegt"154 þegar ávöxtur þess er í raun og veru dauðinn. Guð vill ekki þvinga fram hið góða heldur vill hann frjálsar verur.… Viss nytsemi felst í freistingunni. Enginn nema Guð veit hvað sál okkar hefur fengið frá honum, jafnvel ekki við sjálf. En freistingin leiðir það í ljós til að við fáum lært að þekkja okkur sjálf og með því uppgötvum við illar hugrenningar okkar og finnum okkur knúin til þess að færa þakkir fyrir það góða sem freistingin hefur leitt okkur fyrir sjónir. [155]

2848. "Eigi leið þú oss í freistni" felur í sér ákvörðun hjartans: "Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.… Enginn getur þjónað tveimur herrum." [156] "Fyrst Andinn er líf vort skulum vér lifa í Andanum." [157] Faðirinn gefur okkur máttinn til þessa samþykkis við hinn Heilaga Anda. "Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist." [158]

2849. Einungis í bæn er slík barátta möguleg og slíkur sigur. Það er með bæn sinni að Jesús yfirbugar freistarann, bæði við upphaf starfs síns og í síðustu angistarfullu baráttu sinni. [159] Það er í þessari bæn til Föður okkar á himnum að Kristur sameinar okkur baráttu sinni og angist. Hann leggur áherslu á að við séum árvökur í hjarta í samfélagi við hans eigið. Árvekni er "gæsla hjartans" og Jesús bað fyrir okkur til Föðurins: "Varðveit þá í þínu nafni." [160] Heilagur Andi leitar þess stöðugt að viðhalda í okkur þessari árvekni. [161] Þessi bæn fær sína afdrifaríkustu merkingu í tengslum við síðustu freistingu jarðneskrar baráttu okkar; hún biður um að fá að varðveitast í náðarástandi til dauðadags. "Sjá, ég kem eins og þjófur. Sæll er sá sem vakir." [162]

___________________
___________________

151. Jk 1:13.
152. Sbr. Lk 8:13-15; P 14:22; Rm 5:3-5; 2Tm 3:12.
153. Sbr. Jk 1:14-15.
154. Sbr. 1M 3:6.
155. Órígenes, De orat. 29: PG 11, 544CD.
156. Mt 6:21, 24.
157. Gl 5:25.
158. 1Kor 10:13.
159. Sbr. Mt 4:1-11; 26:36-44.
160. Jh 17:11; sbr. Mk 13:9, 23, 33-37; 14:38; Lk
12:35-40.
161. Sbr. 1Kor 16:13; Kól 4:2; 1fi 5:6; 1Pt 5:8.
162. Opb 16:15.
___________________
___________________


Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet