« Hin innsiglaða uppspretta – Hl. Gregoríos frá Nyssa (335-395)Vísindi krossins – Edith Stein (systir Teresia Benedicta af Krossi OCD) (1891-1942) karmelsystir og trúarheimspekingur – (4) »

17.06.08

  17:33:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 481 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Óður sálar sem gleðst yfir því að þekkja Guð í trú – Hl. Jóhannes af Krossi

Hversu vel þekki ég ekki uppsprettuna
sem streymir fram, þótt það sé nótt.

1. Þessi eilífa uppspretta er hulin,
en ég veit vel hvaðan hún streymir fram,
þótt það sé nótt.

2. Upphaf hennar er mér ókunnugt,
en ég veit að allt upphaf er frá henni komið,
þótt það sé nótt.

3. Ég veit að ekkert annað er svona fagurt,
og himininn og jörðin bergja af henni
þótt það sé nótt.

4. Ég veit vel að botn er ekki í henni að finna,
að enginn geti komist hér yfir,
þótt það sé nótt.

5. Skærleiki hennra myrkvast aldrei,
og ég veit að allt ljós á sér upptök í henni,
þótt það sé nótt.

6. Ég veit að útstreymi hennar er svo takmarkalaust,
að það umlykur víti, himininn og jörðu,
þótt það sé nótt.

7. Ég þekki vel útstreymið frá þessari uppsprettu
sem er svo voldugt og almáttugt,
þótt það sé nótt.

8. Ég veit að útstreymið sem kemur frá þessu tvennu,
að hvorugt þessa fer á undan henni,
þótt það sé nótt.

9. Þessi eilífa uppspretta er hulin,
í henni er lifandi brauð sem veitir okkur líf,
þótt það sé nótt.

10. Hér er hún og hrópar á skapaðar verur,
hér svala þær þorsta sínum með huldum hætti,
þótt það sé nótt.

11. Þetta er sú uppspretta lífs sem ég þrái,
í þessu brauði lífs sé ég hana,
þótt það sé nótt.

Cantar del alma que se huelga de conocer a Dios por fe.

Que bien sé yo la fonte que mana y corre,
aunque es de noche.

1. Aquella eterna fonte está escondida,
que bien sé yo do tiene su manida,
aunque es de noche.

2. Su origen no lo sé, pues no le tiene,
mas sé que todo origen de ella viene,
aunque es de noche.

3. Sé gue no puede ser cosa tan bella,
y que cielos y tierra beben de ella,
aunque es de noche.

4. Bien sé que suelo en ella no se halla,
y que ninguno puede vadealla,
aunque es de noche.

5. Su claridad nunca es oscurecida,
y sé que toda luz de ella es venida,
aunque es de noche.

6. Sé ser tan caudalosos sus corrientes,
que infiernos, cielos riegen y las gentes,
aunque es de noche.

7. El corriente que nace de esta fuente
bien sé que es tan capaz y omnipotente,
aunque es de noche.

8. El corriente que de estas dos procede
sé que ninguna de ellas le precede,
aunque es de noche.

9. Aquesta eterna fonte está escondida
en este vivo pan por darnos vida,
aunque es de noche.

10. Aquí se está llamando a las criaturas,
y de esta agua se hartan, aunque a oscuras,
aunque es de noche.

11. Aquesta viva fuente que deseo,
en este pane de vida yo la veo,
aunque es de noche.

No feedback yet