« Sigurður Nordal um möguleika annars lífs | Ferðir um slóðir Svörtu Madonnunnar og Jakobsveg til Compostela » |
Föstudaginn 1. maí nk. mun Kór Öldutúnsskóla fagna 50 ára starfsafmæli sínu með tónleikum sem hefjast kl. 17 í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði. Í tilkynningu kórsins um þennan viðburð segir m.a:
"Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum sem eiga það flest sameiginleg að hafa verið á efnisskrá kórsins í áranna rás.
Að auki verður frumflutt verkið Sancta Caecilia sem er óður til Heilagrar Sesselju, verndardýrðlings tónlistarinnar. Flytjendur verða Kór Öldutúnsskóla og nokkrir fyrrverandi kórfélagar. Höfundur verksins er Bára Gísladóttir."
Sjá nánar hér: http://heyevent.com/event/1213658502089951/kor-oldutunsskola-i-50-ar-tonleikar