« Bréf hans heilagleika Benediktusar XVI í tilefni 50 ára minningar útkomu hirðisbréfsins „Haurietis Aquas (Uppsprettu vatnanna).“Bæn hl. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelnunnu og kirkjufræðara. »

30.05.08

  06:19:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 418 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Ó Hjarta, elskuríkara öllu öðru – Heil. Geirþrúður frá Helfta (1256-1301)

Í tilefni Hátíðar hins Alhelga Hjarta Jesú

Þú hefur gert svo mikla og undursamlega hluti fyrir mig að ég er bundin þjónustunni við þig að eilífu. Hvernig get ég endurgoldið þér svo fjölþættan ávinning? Hvaða lofgjörð og þakkargjörð gæti ég fært þér að fórn, jafnvel þó að ég úthellti þeim þúsund sinnum yfir þig? Hver er ég, sú aumkunarverða sköpun sem ég er, ef ég er borin saman við þig, yfirfljótandi hjálpræði mitt? Því færi ég þér að fórn þá sál sem þú hefur frelsað. Ég vil auðsýna þér lotningu með allri elsku hjarta míns. Ó, já! Beindu lífi mínu til þín; dragðu mig fullkomlega til þín; gerðu mig að fullu og öllu eitt með þér.

Ó elska! Guðdómlegur ástarfuni þinn hefur lokið upp fyrir mér hinu ljúfa Hjarta Jesú. Ó Hjarta og uppspretta alls ljúfleika og yfirfljótandi af gæsku sem rótföst er í kærleika; Hjarta sem gæskan streymir frá með hverjum dropanum eftir annað; Hjarta fullt miskunnar . . . ástkæra Hjarta. Ég bið þig um að draga hjarta mitt fullkomlega til þín. Ástríki Faðir hjarta míns! Bjóddu mér til lífgefandi veisluhalda þinna. Úthell huggunarríku víni þínu fyrir mig . . . þannig að gjörspilltur andi minn verði gagntekinn af guðdómlegum kærleika þínum og gnægtum elsku þinnar; að hann bæti upp fátækt og eymd sálar minnar. 

Ó Hjarta, elskuríkara öllu öðru . . ., miskunna þú mér. Ég bið þig um að ljúfleiki elsku þinnar veiti hjarta mínu hugmóð! Gef að skálar miskunnar þinnar yfirfljóti mér til góðs. Æ, ef ekki, þá eru misgjörðir mínar óteljandi og verðskuldun mín engin. Jesús minn! Megi verðskuldun dýrmæts dauða þíns sem ein var þess umkomin að greiða allar sektir heimsins bæta fyrir allt sem ég hef gert rangt . . . Láttu hana draga mig til þín sem ert svo máttugur, að þegar ég hef ummyndast að fullu og öllu í mætti guðdómlegrar elsku þinnar öðlist ég náð fyrir augliti þínu . . . Gef ó ljúfi Jesús minn, að ég elski þig – þig einan – í öllum hlutum og ofar öllum hlutum og fjötra mig órjúfanlega við þig, að ég setji von mína á þig og að þessi von eigi sér engin takmörk.

No feedback yet