« Nútímamaðurinn leitar kærleika, tryggðar og öryggisÁn ljóss Krists nægir ljós skynseminnar ekki »

31.12.05

  08:09:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 260 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Nýtt hirðisbréf frá kaþólskum biskupum Norðurlanda komið út

Kaþólskir biskupar Norðurlanda hafa gefið út hirðisbréfið „Kærleikurinn til lífsins“ sem fjallar um hjónabandið og fjölskylduna. Bréfið fylgdi janúarhefti Kaþólska kirkjublaðsins sem sent var út rétt fyrir áramótin 2005-2006. Í kirkjublaðinu segir ennfremur að bréfið muni liggja frammi í „kirkjum okkar og kapellum svo að allir geti tekið það með sér.“ Útgefandi bréfsins í íslenskri þýðingu er kaþólska kirkjan á Íslandi. Þýðanda er ekki getið en slíkt mun vera venja þegar um kirkjuskjöl er að ræða. Bréfið skiptist í sjö kafla með inngangi og lokaorðum. Það er í A5 broti heftað í kjöl og er 31 blaðsíða.

Kaflar bréfsins eru: 1 Inngangur, 2 Ímynd hins kristna manns, 3 Hjónabandið sem sakramenti, 4 Hjónabandið og fjölskyldan, 5 Kristið hjónaband og fjölskylda í nútímaþjóðfélagi: Aðskotahlutur eða ögrun?, 6 Aðstoð kirkjunnar: Fjölskylda og söfnuður, 7 Lokaorð.

Undir bréfið rita í eftirfarandi röð: Anders Arborelius Stokkhólmsbiskup, Georg Müller Þrándheimsbiskup og preláti, Gerhard Schwenzer Óslóarbiskup, William Kenney vígslubiskup í Stokkhólmi, Czeslaw Kozon Kaupmannahafnarbiskup, Hans Martensen fyrrum Kaupmannahafnarbiskup, Jóhannes B.M. Gijsen Reykjavíkurbiskup, M. Bernt Eidsvig kjörinn Óslóarbiskup, Józef Wróbel Helsinkibiskup og Gerhard Goebel Tromsöbiskup og preláti. Bréfið er dagsett 15. september 2005.

RGB/Heimildir:
„Kaþólska kirkjublaðið“ 1. tbl. 16. árg. janúar 2006, bls. 2.
„Kærleikurinn til lífsins.“ Hirðisbréf biskupa Norðurlanda um hjónabandið og fjölskylduna. Útg. Kaþólska kirkjan á Íslandi 2005.

No feedback yet