« Séra Hubert Th. Oremus minningKaþólska kirkjublaðið 20 ára »

12.11.11

  19:16:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 142 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Nýtt vefsetur: www.fokolare.is

Fokolarehreyfingin á Íslandi hefur opnað vefsetur: http://www.fokolare.is. Á vefnum kemur eftirfarandi fram: „Fokolare er hreyfing sem hefur að markmiði að stuðla að einingu og bróðerni á öllum sviðum lífsins; í persónulegum samböndum, innan fjölskyldunnar, í skóla og á vinnustöðum, innan kirkjunnar og í samfélaginu í heild.

Stofnun Fokolare hreyfingarinnar má rekja til ársins 1943 þegar Chiara Lubich og vinkonur hennar í borginni Trent á Norður-Ítalíu uppgötvuðu Nýja testamentið sem lesefni til að lifa eftir. Þær tóku þá róttæku ákvörðun um að lifa eftir orðum Bíblíunnar í öllum kringumstæðum lífsins. Þær störfuðu eftir einkunnarorðunum:

“Faðir, verði þeir allir eitt” (Jh, 17, 21)

Fljótt tók fjöldi fólks konurnar til fyrirmyndar og ákváðu að lifa eftir orðum Nýja testamentsins. Síðan hefur Fokolare-hreyfingin vaxið jafnt og þétt og starfar nú í öllum heimsálfum.“

Meðal efnis á vef Fokolare má finna hugmynd um hagkerfi í þágu allra: Sjá hér: http://www.fokolare.is/index.php?option=com_content&view=article&id=72&Itemid=78

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Til hamingju, Fokolare-fólk, með stofnun þessarar vefsíðu ykkar. Megi Guðsblessun fylgja starfi ykkar.

16.11.11 @ 09:42