« Við gerum ekkert án trúar„Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra“ (Mt 13. 58) »

05.08.07

  08:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 760 orð  
Flokkur: Getnaðarverjasamfélagið

Nýr umhverfisvávaldur: Eituúrgangur frá getnaðarvarnalyfjum – eftir Colin Mason [1]

Þetta er grein sem ég fékk senda frá Population Research Intitute í s.l. viku og fyllsta ástæða þykir til að þýða.

Kæru félagar!

Það þykir ekki æskilegt að við fyllum líkami okkar af hormónasterum. En að dreifa slíkum hormónum út í náttúruna er jafnvel sínu alvarlegra.

Steve Mosher. [1]

EITRIÐ FRÁ GETNAÐARVARNALYFJUNUM

Umhverfissaga ársins blasir nú við sjónum manna, en þessi „óþægilegu sannindi“ – svo að gripið sé til orða Al Gore – virðast vera meiri en svo, að flestir umhverfissinnar geti horfst í augu við þau.

Árið 2005 gerðu líffræðingarnir John Wooding og David Norris rannsókn á fiskum í Colorado Boulder Creek. Niðurstöður þeirra voru afar alvarlegar. Eins og greint er frá þeim í Denever Post var um alvarlega kynröskun að ræða hjá 123 fiskum, einkum silungi, sem veiddur var með tilviljanaúrtaki. 101 fiskanna voru kvenkyns, 12 karlkyns og 10 þeirra furðuleg samblanda karlfiska og kvenfiska og það svo mjög, að vísindamennirnir treystu sér ekki til að kyngreina þá.

Orsökin? Þeir Wooding og Norris röktu þetta óeðlilega hlutfall kvenkynsfiska til estrógen – kvenkynshormónsins – sem þeir fundu í rannsóknarsýnum frá Boulder Creek. Hlutfall estrógensins var ekki hátt. Í reynd vart mælanlegt en engu að síður hafði það afar alvarleg áhrif á fiskana þarna.

Hvaðan kemur estrógenið? Eftir frekari rannsóknir komust þeir Woodling og Norris að þeirri niðurstöðu að rekja mætti það til mennsk uppruna, fyrst og fremst getnaðarvarnapilla líkt og Norplant, Depo-Provera og estrógenaplásturs. Áhrif þau sem þessi lyf og plástrar hafa felast í fjölgun kvenkynshormóna þar sem hlutfallið er meira en 400 sinnum meira en eðlilegt er. Þetta berst út í blóð kvennanna og kemur í veg fyrir starfsemi hins náttúrlega tíðahrings.

Þessir hormónar safnast þó ekki saman í konunni, heldur berast þeir frá henni við þvaglát og þaðan berast þeir inn í viðkomandi skólplagnir og til vatnshreinsistöðva. Ekki er gert ráð fyrir því að vatnshreinsistöðvarnar hreinsi hormóna úr vatninu og þannig berst það út í nálæg fljót og vötn sem mengast þannig af estrógenunum. 

„Þetta er það fyrsta sem ég hef séð sem vísindamaður sem gerði mig skelkaðan“ sagði Woodling í viðtali við Denever Post árið 2005. „Það er eitt að ganga af fljóti dauðu, en allt annað að deyða sjálfa náttúruna. Ef þú ert að fikta með hormónajafnvægið í vatnskerfum ertu kominn á hættulega braut. Þú ert að fikta með það hvernig lífið þróast.“

Ef róttækum umhverfissinnum er gefinn sá valkostur að vernda umhverfið eða þvinga fæðingarstjórn fram í heiminum, virðast margir þeirra fremur kjósa síðari kostinn. Ætla mætti að umhverfissinnar brygðust skjótt við til varnar þegar náttúrunni er ógnað. En engar raddir hafa heyrst úr þeirra röðum sem krefjast banns á notkun slíkra hormónaskaðvalda eða verndunar vatnsins. Engu er líkara en að umhverfisverndarhreyfingin sé heltekin sundlunaranda.

Þeir fáu sem látið hafa í sér heyra hafa fordæmt „hormónaeftirhermur“ (mimickers), það er að segja efni í sápum og svitameðulum sem fá líkamann til að bregðast við eins og um hormóna sé að ræða. Jafnframt því sem þeir Woodling og Norris gera sér ljóst að þessar „eftirhermur“ séu að hluta til ábyrgar hvað áhrærir þetta furðufiskasamfélag, þá fara þeir ekki leynt með að það sé hömlulaus notkun getnaðarvarnalyfja á Denever og Bouldersvæðinu sem sé meginskaðvaldurinn. Aðrar rannsóknir – meðal annars á jafn fjarlægum stöðum eins og í Sviss – renna stoðum undir þá staðreynd að vandamálið sé útbreitt og fari versnandi.

Við hjá PRI undrumst ekki þögnina úr herbúðum umhverfisverndarsinna. Flestir róttækir umhverfisverndarsinnar eru stuðingsmenn fósturdeyðinga og fæðingastjórnunar. Það síðasta sem þeim dytti í hug að gagnrýna eru getnaðarvarnalyf sem hjálpa þeim til að ná takmarki sínu.

En neikvæð áhrif þessara lyfja hefur aldrei legið jafn ljóst fyrir. Getnaðarvarnalyfin hafa dregið stórlega úr frjósemi, aukið enn frekar á fósturdeyðingar og stefnt heilsu kvenna í voða. Nú blasir það jafnframt við sjónum að þau eru auk þess í stigvaxandi mæli að eitra umhverfi okkar.

[1]. Colin Mason er yfirmaður lyfjarannsókna hjá PRI.
[2]. Steve Mosher er framkvæmdastjóri PRI.

9 athugasemdir

Athugasemd from: Gunnar Ingibergsson  
Gunnar Ingibergsson

Voðalega er eitthvað lítið um athugasemdir
hér á bæ. Af hverju ætli það sé?

05.08.07 @ 15:57
Jón Valur Jensson

Sæll, nafni. Líttu á vefslóðina:
http://gfi.blog.is/blog/gfi/entry/278614/ – þar er þessi grein tekin upp, en byrjað og endað á því að ýta þeirri grunsemd að lesendum, að hér sé um ómarktæka grein að ræða, af því að Population Research Institute sé líklega á vegum kaþólsku kirkjunnar!

Gott væri, ef þú gætir upplýst lesendur þar betur um málið, því að þarna er í senn verið að gera atlögu að kirkju okkar, að PRI og að trúverðugleika þessarar greinar. - Með góðri kveðju, Jón V.J.

05.08.07 @ 17:56
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég heyrði fyrst um þetta mál hjá læknanema nokkrum fyrir tæpum 20 árum svo þetta hefur trúlega verið þekkt lengi. Lítið hefur samt borið á umræðu um málið og það virðist ekki vera ofarlega á blaði hjá umhverfisverndarsinnum. Það skýtur samt af og til upp kollinum. Sjá t.d. þessa BBC frétt hér: [1]

05.08.07 @ 21:45
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Svar til Gunnars Ingibergssonar:

Við hér á Kirkjunetinu fylgjum sömu reglu og fólk almennt, það er að segja að fara okkur hægt miðsumars og slaka á.

06.08.07 @ 07:21
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Gunnar nokkur Friðrik vegur bæði að rannsóknum bandarísku líffræðinganna og kaþólsku kirkjunni á bloggsíðu sinni, eins og Jón Valur vekur athygli á. Í þessu sambandi langar mig að koma eftirfarandi atriðum á framfæri.

(a): Fyrir 12 árum síðan var rómversk kaþólska kirkjan á Íslandi (og þjóðkirkja Íslendinga í um 600 ár) á stærð við umhverfisflokk Ómars Ragnarssonar. Fyrir átta árum var hún á stærð við Frjálslynda flokkinn, nú jafngildi Framsóknarflokksins og allt stefnir í að hún nái stærð Vinstri grænna fyrir 2010.

(b): Ég minnst orða gamallar skólasystur minnar úr barnaskóla: „Yss, það er ekkert að marka hvað hann Pési segir. Pabbi hans er Færeyingur.“ Þannig sendir téður Gunnar kaþólskum sneið með sömu „hundalógik,“ að kaþólskir eigi ekki að fjalla um umhverfismál. Slík víðvallahugmyndafræði mun reynast Gunnari þungur róður þar sem kaþólskir (með Orþodoxum) teljast um 1. 6 milljarðir manna í heiminum.

©. Málefnarök hans eru engin: Tómur kofi!

(d). Það þykir sjálfsögð háttvísi og mannasiðir að biðja um leyfi áður en heilar og óstyttar greinar eru birtar á öðrum vettvangi.

(e). Ef til vill hefur Gunnar orðið skelkaður við lestur greinarinnar líkt og bandarísku líffræðingarnir yfir niðurstöðum sínum? Hver veit. Hér er um eitt „sýrópið“ en að ræða á lagköku dauðamenningarinnar.

Hafðu þökk fyrir, Jón Valur, að vekja athygli mína á þessum fávíslegu skrifum.

06.08.07 @ 07:44
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ragnar. Þakka þér kærlega fyrir fréttina frá BBC um áhrif estrógenanna. Breska umhverfisverndarstofnunin telur að hér geti verið um mikinn ógnvald að ræða líkt og Norsk Polarinstitut í Osló hefur komist að raun um á Svalbarða.

Ekki getur Gunnar ásakað þá um að vera á mála hjá kaþólsuu kirkjunni eða hvað?

Ich möcthe also gern dei Sweichische resultaten angücken am Internet.

06.08.07 @ 07:54
Jón Valur Jensson

Sprechen Sie bitte nicht Deutsch auf unserem Internetseite, liebe Bruder Jón.

06.08.07 @ 15:57
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég sé enga ástæðu til að birta svar Gunnars á þessum vef. Ómálefnanlegt rugl um sértrúarsöfnuði og endurkomu Krists sem kemur málinu ekkert við. Legg einungis áherslu á málefnanlega umræðu og ef menn „lúra“ á einhverjum upplýsingum hvað áhrærir þetta mál yrði slíkt kærkomin viðbót í þessa umræðu.

Til bróðir Jóns Vals: Vonandi ekki þýsk estrógen á ferðinni!!! Fráhverfastur væri ég því að sjá mig og mitt fólk breytast í þýskar og feminískar valkyrjur.

06.08.07 @ 16:55
Jón Valur Jensson

Úff, tilhugsunin!

10.08.07 @ 21:19