« Allra sálna messaPrestkonungar Adamskynslóðarinnar – 14 »

02.11.07

  09:10:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 247 orð  
Flokkur: Innlendar fréttir

Nýr Reykjavíkurbiskup skipaður

Þann 30. október 2007 útnefndi Benedikt páfi XVI

herra Pétur Bürcher

í embætti Reykjavíkurbiskups. Nýi biskupinn verður settur í embætti laugardaginn 15. desember við hátíðlega messu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík. Athöfnin hefst kl. 10.30
Við bjóðum nýja biskupinn hjartanlega velkominn!

Peter Bürcher ólst upp í Fiesch og Fieschertal og lauk grunnskólanámi í Nyon. Hann lauk menntaskólanámi í Collège St-Louis í Genf og lauk licentatisgráðu í Einsiedeln. Á árabilinu 1966-1971 lærði hann til prests og lauk guðfræðinámi við Háskólann í Freiburg með licentatisgráðu.

Hann var vígður til prests þann 27. mars 1971 í Genf. Frá 1971 til 1977 gengdi hann stöðu vikars í Freiburg og tilnefndur meðlimur í sóknarsýnódunni frá 1972 til 1975. Frá 1977 til 1980 var hann vikar í Lausanne. Frá 1980 til 1989 þjónaði hann sem sóknarprestur í St. Jeankirkjunni í Vevey. Frá 1989 til 1990 kenndi hann við prestaskólann í Freiburg og starfaði hjá IFEC í París. Hann gegndi stöðu rektors við prestaskólann í Freiburg frá 1990 til 1994.

Þann 2. febrúar 1994 var Bürcher útnefndur sem biskup. Jóhannes Páll páfi II annaðist vígsluna þann 12. mars sama árs. Frá og með árinu 1994 gengdi hann stöðu vígslubiskups í Lausanne, Genf og Freiburg. Frá og með 28. ágúst 2001 skipaði hið heilaga Sæti hann sem forseta Catholica Unio Internationalis. Þann 14. júni 2004 skipaði Jóhannes Páll II hann sem meðlim í Stjórnarndeildinni um málefni Austurkirkjunnar.

No feedback yet