« Umburðarbréf páfa: „Efnahagslífið þarfnast siðferðisreglna til að það geti starfað eðlilega“ | Benedikt páfi: Gegn „alræði afstæðishyggjunnar“ » |
Lesendur kirkjunetsins kannast kannski við sálm sem þekktur er á ensku undir heitinu „Peace is flowing like a river.“ Upptöku af sálminum og enskan texta má finna á eftirfarandi vefslóð:
http://www.turnbacktogod.com/peace-is-flowing-like-a-river-song/
Þessi útgáfa af laginu er ekki sú algengasta en í henni er notast við viðlag sem ekki er til staðar í algengari útgáfum, eins og heyra má t.d. hér:
http://www.youtube.com/watch?v=YOORBVwQ6lA
Færsluhöfundur gerði nýlega íslenskan texta við þennan sálm, þ.e. þá útgáfu hans þar sem viðlag er sungið og kemur hann hér á eftir:
Friður flæðir eins og straumvatn,
flæðir gegnum mig og þig.
Flæðir út í eyðimörkina,
frelsar alla ljóssins til.
Hans orð það flæðir eins og straumvatn,
flæðir gegnum mig og þig.
Flæðir út í eyðimörkina,
frelsar alla ljóssins til.
Viðlag:
--
Lát hann flæða gegnum mig (x2)
Lát hinn mikla kærleik Drottins
flæða gegnum mig.
Lát hann flæða gegnum mig (x2)
Lát hinn mikla kærleiksstraum
flæða gegnum mig.
--
Gleðin flæðir eins og straumvatn,
flæðir gegnum mig og þig.
Flæðir út í eyðimörkina,
frelsar alla ljóssins til.
Vonin flæðir eins og straumvatn,
flæðir gegnum mig og þig.
Flæðir út í eyðimörkina,
frelsar alla ljóssins til.
Viðlag.
Íslenskur texti: Ragnar Geir Brynjólfsson