« INNGANGUR – að Prestkonungum Adamskynslóðarinnar„Stúdíur“ jafnaðarmannaforingjans Jóns Baldvins Hannibalssonar í Guðs voluðum heimi. »

12.03.08

  11:48:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 837 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Nýjasti hjartaknosari Danaveldis – ung kona með downseinkenni

Hversu miklu fegurri er hún ekki í mínum augum unga konan með downseinkennin sem heillað hefur dönsku þjóðina með lífskrafti sínum og gleði á undanförnum misserum og ég sá á DR1 um daginn, fremur en þessar . . . bib, bib, bib . . . sem gengið hafa inn í tröllaheima afskræmdra lífsgilda Hollywoodfársins og kallast „kvikmyndadísir,“ jafn ankannalega og slíkt lætur í eyra. Mér láðist að leggja nafn hennar á minnið en vafalaust eigum við eftir að heyra meira af henni hérna á klakanum vegna þess að hún er á góðri leið með að verða „heimsfræg“ um alla Skandinavíu. Væntanlega gefa dagskrárstjórar íslenska sjónvarpsins okkur tækifæri til að sjá hana „á skjánum.“ Þessi unga kona hefur flutt frumsamda einþáttungu og tvíþáttunga sem hrifið hafa hjörtu dönsku þjóðarinnar og er lifandi sönnum þess að mannauðurinn leynist víðar en á kaupþingum verðbréfastrákanna.

Hún leiðir okkur jafnframt fyrir sjónir það sannleikskorn sem Róbert Arnfinnsson leikari vék að í föstudgaskvöldspjalli hjá Jónasi Jónassyni fyrir fjölmörgum árum. Þau hjónin höfðu eignast barn með downseinkenni og að hans sögn var það einmitt þetta sama barn sem veitti þeim hjónunum mikla hamingju og opnaði fyrir þeim nýja lífssýn: Lífsýn af lífsglöðu og góðviljuðu fólki sem lifði í friði og sátt við alla menn. Þannig geta ráðamenn þjóðanna lært margt af þessu sama fólki!

Nú hafa þau slæmu tíðindi borist út að þessum sömu einstaklingum hefur verið fyrirkomið með grimmdarlegum og miskunnarlausum hætti með fósturdeyðingarfárinu hér á Fróni. Það er ekki talið til gjaldgengra einstaklinga í lífsgæðakapphlaupi því sem háð er meðal „hamingjussömustu þjóðar heimsins“ eins og skoðanakannanir gefa okkur til kynna. Því hefur einfaldlega verið fyrirkomið vegna þess að það mætir ekki kröfum ímyndarinnar: Þeirrar ímyndar sem metur dauða hluti meira en lifandi sálir. Þessi börn valda foreldrunum of miklu „umstangi“ og því er réttast að deyða þau. Basta!

Fyrir nokkrum árum keypti ég mér nýjan bíl: Volkswagen. Hann er þeirrar náttúru gæddur að ekki þarf að smyrja hann nema á 15.000 kílómetra fresti vegna þess að olíukerfið er innsiglað. Þannig börn vill hin hamingjusama og lífsglaða íslenska þjóð eiga: Börn sem krefjast ekki of mikils umstangs. Í mínu tilviki hef ég mér það til afsökunar að bíllinn minn er einungis dauður hlutur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar en ekki gagnvart dauðum hlutum.

Skelfilega er sú þjóð snauð af hjartagæsku sem lætur deyða afkvæmi sín í stórum stíl, ég tala ekki um allan þann mannauð sem glatast með slíku framferði. Slík þjóð er einnig heimsk þjóð: Flónsk.

Forystumenn okkar í stjórnmálum hafa sýkst af „hugmyndafræðilegum svartadauða“ sem metur mannslífin einskis. Þetta er ekki afstaða sem er sérkennandi fyrir Íslendinga eina: Þetta er dálætismál Brüssellobbýsins. ESB hefur hamast við það að deyða afkvæmi sín áratugum saman. Nú er svo komið að aðildarríkjunum er að blæða út vegna skammsýni ráðamanna. Jafnvel Heinrich Himmler hafði meiri samfélagslega skarpskyggni til að bera: Hann gerði sér grein fyrir því að þýsku þjóðinni myndi blæða út ef fósturdeyðingarnar héldu áfram (á tímum Þriðja ríkisisns voru þær 600.000 árlega). Að vísu einskorðaðist afstaða hans við þýskar mæður af hreinu arísku blóði, en maðurinn var jú einu sinni nazisti! Hann leysti vandamálið með því að samfélagið hlúði sérstaklega að vanfærum mæðrum og studdi fjárhagslega. Þetta hefur félagsmálfríkum pilsfaldafasismans yfirsést að gera. Með blíðu brosi félagsráðgjanna er vandamálið leyst með því að vísa mæðrunum í fósturdeyðingu, vitaskuld undir formerkjum umhyggjuseminnar fyrir velferð þeirra.

Samkvæmt lífsgildavístölu ESB (og Íslands) takmarkast fósturdeyðingar ekki við neinn sérstakann hóp, þrátt fyrir að einstaklingar með downseinkenni séu á sakamannabekknum líkt og Gyðingar og Sígaunar í Þriðja ríkinu. Þegar dregur að lokum munu stjórnmálamennirnir í ESB (og á Íslandi) ekki axla neina ábyrgð gerða sinna. Þeirra verður einungis minnst í mannkynssögunni sem mannanna sem framseldu gömlu góðu Evrópu í hendur Íslam vegna skammsýni sinnar. Vitaskuld taka þeir ekki ábyrgð á afstöðu sinni vegna þess að í heimi brenglaðra lífsgilda er það lífslygin sem er gulrótin sem dregur asnann áfram á vegi glötunarinnar.

6 athugasemdir

Athugasemd from: Gunnar Friðrik Ingibergsson  
Gunnar  Friðrik Ingibergsson

Þetta er fín grein hjá þér Jón. Ég starfa
með fólki sem hefur Downs- heilkenni og
er eins og hvert annað fólk.

12.05.08 @ 01:47
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér, Gunnar.
Já, rétt eins og hin heilögu kirkjunnar getur þetta fólk verið okkur sönn fyrirmynd um náungakærleika
og frið.

12.05.08 @ 07:44
Steingrímur Jón Valgarðsson

Guð blessi þig og þína. Þetta er frábær grein hjá þér, Jón. Bendi þér á að fara inn á bloggið mitt, þar skrifaði ég nýlega grein um börnin með Downs heilkennið.
Kv Steini

12.05.08 @ 14:27
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég las grein þína Steingrímur: Þetta er falleg frásögn, þakka þér fyrir.

Langar að bæta þessu við. Fyrir skömmu ræddi ég við móður sem átti fyrirbura, tvíbura, dreng og stúlku. Þau fæddust á 25 viku meðgöngu og þau hjónin vöktu meira og minna yfir þeim í tvo mánuði samfleytt á spítalanum.

Nú eru þessi börn níu ára gömul, heilbrigð og lífsglöð. En mamma þeirra (sem er fimm barna móðir) sagði mér svolítið merkilegt. Þessi börn eru ekki eins og önnur börn. Það er eins og þau viti eitthvað meira en við hin.

Ég fæ það sama á tilfinninguna gagnvart fólki með downs-heilkenni: Að það viti eitthvað meira. Kannski hefur það talað við englana sína á himnum?

13.05.08 @ 09:14
Athugasemd from: Magga  
Magga

Mjög fín grein og þörf, en vildi benda á að Róbert Arnfinnsson er enn á meðal vor, og bara sprækur síðast þegar ég sá hann.

13.05.08 @ 11:37
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér fyrir Maggi. Fátt um svör annað en að biðjast Róbert afsökunar á ótímabæru andláti hans og óska honum langra lífdaga og heilsu.

13.05.08 @ 12:00