« Um kaþólska og lúterska dulúð„Drengir, hafið þér nokkurn fisk?“ »

20.04.06

  15:57:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 295 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nýjar skoðanakannanir: Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar

19. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrr í mánuðinum.

Þegar þeir voru spurðir að því hvort fóstureyðingar ættu ávallt að vera löglegar í flestum tilvikum, eða ólöglegar án undantekninga fyrir utan nauðganir, sifjaspell eða til að bjarga lífi móður, svöruðu 41% þessu svo, að fóstureyðingar ættu að vera ólöglegar með nokkrum undantekningum.

Einungis 27% svarenda sögðu að fóstureyðingar ættu „alltaf að vera löglegar,“ 19% svöruðu að fóstureyðingar ættu að vera löglegar í flestum tilvikum, en einungis 2% að þær ættu að vera ólöglegar undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar líf móðurinnar væri í hættu. 3% voru óákveðnir.

Bloomberg gerði könnunina fyrir Los Angeles Times, en hún fólst í símhringingum til 1357 fullorðinna Bandaríkjamanna frá 8. til 11. apríl 2006. Skekkjumörkin voru 3%

Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðra nýlega könnun sem gaf til kynna að mikill meirihluti Bandaríkjamanna eru andvígir frjálsum fóstureyðingum.

Þessa umfangsmiklu skoðanakönnun gerði John Zogby og leiddi hún í ljós að 59% Bandaríkjamanna telja að fóstureyðing bindi enda á mannslíf. Einungis 29% voru þessu ekki samþykkir. Hjá svarendunum kom í ljós að lífsverndarsjónarmiðið varð ofan á í 16 af 20 spurningum.

Í Zogbykönnuninni voru spurningarnar 30 og svarendurnir 117 í 48 ríkjum og fór hún fram þann 10. til 14 mars 2006. Skekkjumörkin voru 0.6%

Sjá aðra umfjöllun hjá LifeSiteNews:

Umfangsmikil skoðanakönnun sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur takmörkunum á fóstureyðingum:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/mar/06032205.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég sé að rauða kratarósin hans Jóns Baldvins Hannibalssonar sem var tákn Alþýðuflokksins er borin í „March for Life“ þann 22. janúar s.l. í Bandaríkjunum. Verðugt umhugsunarefni fyrir þá jafnaðarmenn sem hlaupa vilja í fang Efnahagsbandalagsins.

Frjósemistuðullinn á Ítali er kominn niður í 1.2 og lýsir vel „bjartri framtíð Brüsselklíkunnar“ undir íslömsku alræði. Reyndar lá frumvarp fyrir ítalska þinginu fyrir kosningarnar um að greiða konum 10.000 evrur (milljón kall) fyrir að fara ekki í fóstureyðingu. Vafalaust mun nýja vinstri stjórnin hverfa frá því þar sem fóstureyðingarnar eru jú hjartans mál „rauðu rósarinnar“ á meginlandinu. „Engin er rós án þyrna“ segja sumir.

20.04.06 @ 16:08