« "Sleppum Biblíunni – notumst við nútímamódelin"!Landsfundur Sjálfstæðismanna leggur á ráðin um grófa ríkisíhlutun í innri málefni kirkjunnar »

23.04.07

  21:35:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 84 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Nú vill 41 Þjóðkirkjuprestur bylta kristinni kenningu með því að gifta kynhverfa!

Fyrir liggur tillaga 41 prests á Prestastefnu Íslands, sem hefst á morgun, um að Þjóðkirkjan afli sér "heimildar" frá hinu veraldlega valdi til að gifta samkynhneigða! Um þetta er fjallað í grein minni á Moggablogginu í kvöld – sjá einnig fleiri greinar þar (með því að skoða niður síðuna og síðan smella á: Næsta síða – eða með því að smella á línur í listanum yfir "nýlegar greinar" í dálkinum vinstra megin; sá listi nær þó aðeins yfir 15 nýjustu pistlana).

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Í einni athugasemdinni við pistilinn sem þarna er vísað á var sagt:

Sumt af því sem meðal annars má lesa hér að ofan í nafni Guðstrúar er illt. Það er illt að taka út ákveðinn hóp og úthrópa hann eins og hér er gert með samkynheigða og neita þeim um grundvallar mannréttindi og það að sitja við sama borð og aðrir. Ef það er rétt sem hér er haldið fram að slíkt sé Guði þóknanlegt þá er Guð vondur.

Trúlega gætu allir sem þarna skrifuðu haft það að útgangspunkti að fjalla eigi mildilega um málefni samkynhneigðra - að það sem gert er og sagt dragi ekki úr sjálfstrausti þeirra eða valdi þeim hugarangri. Þeir eru þjóðfélagshópur sem ber að vernda, styðja og styrkja - annað væri ekki í anda Krists. Spurningin þarna snýst um hvernig verður það best gert? Til að hægt sé að byrja á umræðu um það þarf að byrja á einhvers konar skilgreiningu á því hvað samkynhneigð er og hvernig hún birtist. Ekki er víst að samkomulag náist um slíkt. Eru þeir t.d. samkynhneigðir sem finna til hneigðarinnar á tilteknu æviskeiði en ekki síðar? Eru þeir samkynhneigðir sem stunda kynlíf með sama kyni en hætta því síðan? Eru þeir samkynhneigðir sem hafa hneigð til sama kyns alla ævi en stunda aldrei kynlíf með fólki af sama kyni? Eru þeir samkynhneigðir sem finna alla ævi til þessarar hneigðar og stunda kynlíf alla ævi með fólki af sama kyni? Líklega munu flestir svara síðustu spurningunni játandi en þessar spurningar sýna aðeins að umræðuefnið er ekki eins einsleitt og sýnist í fyrstu. Ef ekki á að skilja neinn útundan þá verður að hafa alla þessa aðila með í skilgreiningunni.

Síðan þarf að reyna að glöggva sig á hverjir geti talist talsmenn þessa hóps í víðum skilningi. Þegar horft er yfir sviðið þá er sú fylking frekar breið en ekki alveg einsleit. Þar ber mest á samtökunum 78 auk aðstandenna göngunnar auk einstakra baráttumanna sem starfa sjálfstætt.

Bara þegar horft er yfir þetta svið þá virðist fráleitt að allur hópurinn, þ.e. í þeim flokki sem ég taldi upp hér að framan geti talist fylkja sér að baki ýtrustu kröfunum. Þar er t.d. fólk sem hefur snúið baki við samkynja kynmökum. Sumt af þessu fólki er líklega í erfiðri aðstöðu. Það hefur til að byrja með komið út úr skápnum en svo ákveðið að draga sig til baka við litla hrifningu sumra gamalla vina. Hverjir taka svo við þessum hópi? Hingað til hafa það helst verið ýmsir jaðarkristnir hópar því eins og landlæknir lýsti yfir svo skýrt síðasta sumar þá er ekkert í boði fyrir þetta fólk. Þetta viðhorf þykir samt sjálfsagt og rétt og fellur að pólitískri rétthugsun dagsins í dag.

Hefðbundin aðkoma trúarbragðanna að þessum málum er öll á eina leið. Þeirra viðhorf er og hefur verið hingað til að hjónaband sé samband eins karls og einnar konu. Ef löggjafinn vill fara aðra leið þá er það hans mál. Af einhverjum ástæðum hafa forferður okkar mótað samfélagið og trúna eins og þau hafa verið hingað til og ef löggjafar nútímans vilja víkja af þeim vegi þá geta þeir að sjálfsögðu gert það - á sína ábyrgð.

Um trúna gegnir öðru máli. Hún nálgast alla með boð um hegðun og setur ákveðin viðmið. Sumir geta verið þessu viðhorfi ósammála - aðrir eru það ekki. Það er m.ö.o. bannað að gera þetta og hitt. Syndin felst í gjörningi, þ.e. meðverknaði upplýsts vilja en ekki hneigðum af ýmsum toga. Samkynhneigð er því ekki synd fremur en aðrar hneigðir.

Í sifjamálum er t.d. einnig skýrt að fjöldinn í hjónabandinu takmarkast við tvo, þ.e. einn karl og eina konu. Hjónaband er t.d. ekki samband eins karls og tveggja kvenna. Eins og sakir standa þykir það ekki mismunun í okkar samfélagi að trúfélag skuli vera á þessari skoðun. Það þykir ekki vera til marks um illsku trúfélagsins eða að Guð sé vondur og þetta segir okkur að viðmiðin í þessum málum geta verið mismunandi. Viðmið kristinnar kirkju eru þau sem þau hafa verið þó viðmið samfélagsins breytist. Það að halda öðru að fólki, svo sem því að viðmið kristninnar eigi að laga sig að kröfum tímans lýsir aðeins undirliggjandi misskilningi á eðli þessa tiltekna trúfélags. Það að þetta tiltekna trúfélag krefst ákveðinnar hegðunar af fólki hlýtur alltaf að leggja mismunandi þungar byrðar á fólk. Þeir einir munu axla þær sem hafa ákveðna trúarsannfæringu. Aðrir ekki. Að halda því fram að þetta sé mismunun hlýtur því að vera byggt á misskilningi á því hvað sannfæring sé eða þá á ýmsum viðhorfum og væntingum sem má með réttu eða röngu hafa til ríkistrúarbragða.

24.04.07 @ 20:54
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution CMS