« Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og íbúafjöldafækkuninMikill vísindamaður og lífsverndarsinni – dr. Jérôme Lejeune – tekinn í tölu heilagra? »

13.03.07

  10:23:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 505 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Nú er mælirinn fullur, þetta getur ekki haldið svona áfram!

MACON, Georgia, 12. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Fyrrum öldungardeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi, Zell Miller, kenndi fósturdeyðingunum um skortinn á nýliðum í herinn, yfirvofandi hruni velferðarkerfisins og því hversu háðir Bandaríkjamenn væru orðnir ólöglegum innflytjendum.

Þessi lífsverndarsinni og fyrrum þingmaður Demókrata komst svo að orði: „Hvað býr því að baki að þetta mikla land allsnægta hefur ekki auðnast að endurnýja íbúafjölda sinn s. l. 30 ár? Hér má sjá þá kaldranalegu staðreynd sem enginn hefur kjark til að minnast á. Við erum of fá vegna þess að of mörg barna okkar hafa verið myrt. Fjöldinn er 45 milljónir frá árinu 1973“ (máli Roe gegn Wade þegar hæstiréttur samþykkti fósturdeyðingarnar).

Ef þessar 45 milljónir barna væru enn á lífi í dag myndu þau sinna landvörnum, þau myndu fylla tómar stöður og greiða til velferðarkerfisins,“ sagði þessi fyrrum fylkisstjóri í Georgíu. „Enn horfum við upp á það að 3700 börn eru myrt á hverjum degi í Bandaríkjunu. Það er með ólíkindum að þjóð sem telur sig trúa á Guð skuli heimila slíkt.“

Miller bar lof á þær lækningar sem rekja mætti til stofnfrumurannsókna á fullorðnu fólki, en fordæmdi jafnframt stofnfrumurannsóknir á fóstrum sem hverjar aðrar fósturdeyðingar.

„Þetta er ekki það sem mannininum sem skapaður er í Guðs mynd er fyrirhugað . . . morð er rangt þegar um fósturdeyðingu er að ræða og það er jafn rangt þegar það er drýgt undir yfirskini rannsókna.“

Miller varð baráttumaður fyrir lífsvernd í öldungadeildinni eftir afturhvarf sem hófst á níunda áratugnum og hefur harðlega gagnrýnt flokk sinn fyrir að vera gjörsamlega háðan ofurfrjálslyndisöflununum og fósturdeyðingaklíkunni. Í bók sinni „Ekki lengur þjóðarflokkur: Samviska íhaldssams demókrata,“ sem kom út árið 2003 gekk þessi fyrrum öldungadeildarþingmaður svo langt að segja skilið við flokk sinn til að berjast fyrir endurkjöri George Bush í kosningunum 2004 og halda ræðu á Allsherjarþingi repúblíkana.

Það hefur engu að síður verið meira en varasamt fyrir stjórnmálamenn að setja fósturdeyðingarnir í samband við fólksfjölgunarskortinn í Bandaríkjunum og afar óvinsælt. Repúbilíkaninn Nancy Schaefer gaf út áþekka yfirlýsingu fyrir um það bil ári síðan, en varð að draga hana til baka eftir óblíðar viðtökur frá fjölmiðlum.

Hins vegar gerði Miller öllum það ljóst að hann myndi ekki kvika frá yfirlýsingum sínum og hvetja aðra Bandaríkjamenn til að sýna það hugrekki að rísa upp gegn fósturdeyðingunum:

„Stundum kemur að því í lífi einnar þjóðar að karlar og konur sem hafa siðferðislegt þrek til að bera verða að rísa upp og hrópa: ‚Nú er mælirinn fullur, þetta getur ekki haldið svona áfram!’ “

22 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hvað áhrærir afstöðu innlendra ráðamanna á Íslandi, þá koma orð breska rithöfundarins G. K. Chesterton (1874-1936) í huga:

„Öllum heimi nútímans hefur verið skipt í íhaldsmenn og framfarasinna. Hlutverk framfarasinna felst því að gera mistök. Hlutverk íhaldsmanna felst í því að koma í veg fyrir að mistökin verði leiðrétt.“

Þessi orð eiga einkar vel við um íslenska ráðamenn nú um stundir.

13.03.07 @ 10:32
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Já er þeim farið að vanta meira fallbyssufóður þarna í Írak?

13.03.07 @ 16:32
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þessa athugasemd tel ég ekki svaraverða og viðkomandi til vansæmdar.

13.03.07 @ 17:27
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

“Fyrrum öldungardeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi, Zell Miller, kenndi fósturdeyðingunum um skortinn á nýliðum í herinn”

Þetta er einungis umorðun á því sem þarna stendur, svart á hvítu

13.03.07 @ 19:02
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Chesterton var hnittinn, kaþólikkinn sá.
Er sammála ályktunum þínum, nafni.

13.03.07 @ 23:50
Athugasemd from: Auðun P. Gíslason
Auðun P. Gíslason

Zell Miller er nú ekki sá maður að ég myndi vitna í máli mínu til stuðnings. Hægri öfgamaður í Demókrataflokknum sem studdi Bush í öllu hans brölti:
Hernaðarbrölti.
Árasum og niðurskurði á velferðarkerfinu.
Sem ríkisstjóri í Georgiu sýndi hann tæpast kristilegt innræti. Fangelsiskerfinu þar er líkt við Abu Graib, og þaðan af verra, svo nefnt sé dæmi.
Fylgismaður dauðarefsinga. “Þú skalt ekki mann deyða". o.s.frv.

14.03.07 @ 11:52
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Við erum ekki jafn „selectívir“ og Helga Vala Helgadóttir sem skrifaði „hjartnæma“ grein um eðli lýðræðis í Morgunblaðið á sunnudaginn (bls. 46). Þetta er sú sama Helga Vala sem fór hamförum í Fréttablaðinu og fjargviðraðist út í Kastljós Ruv fyrir þá ósvífni, að láta öll sjónarmið heyrast! Styður sem sagt rétttrúnað einsýninnar!

Þó að hér séu birt ummæli eftir bandarískan stjórnmálamann felur það endanlega ekki í sér að ég sé sammála honum. Þannig er ég sjálfur harður andstæðingur stríðsrekstrarins í Írak.

Með sömu rökum og þú grípur til Auðun, ætti ekki að minnast á Clintonhjónin. Eiginmaðurinn lögleiddi manndrápslyfið RU-486 í BNA og frúin styður eindregið fósturdeyðingar og líknarmorð, er sem sagt í öfgaklíku demókrata.

Guð forði Bandríkjamönnum frá slíkun forsetum í framtíðinni. En ég er sammála þessum óþekka demókrata hvað varðar fósturdeyðingarnar sem eru glæpur gegn mannkyninu

14.03.07 @ 12:30
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Gott svar hjá þér, nafni.

14.03.07 @ 17:56
Athugasemd from: Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

Þetta síðasttalda – aðgengi að smokkum – er langmikilvægast vegna þess að smokkurinn veitir nánast 100% vörn gegn smiti. En eins augljóst og þetta er þá eru því miður til afturhaldssamir menn sem reyna allt hvað þeir geta að koma í veg fyrir smokkanotkun. Meðal þeirra er einn valdamesti maður heims, Benedikt XVI. páfi. Hinn 10. júní síðastliðinn fordæmdi hann þannig allar getnaðarvarnir og sagði þær geta leitt til hruns kynferðislegs siðgæðis.

Ég spyr bara: Hvað er eiginlega að þessum manni?

12.04.07 @ 12:08
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Skírlífi og hjúskapartryggð eru betri vörn en smokkurinn. Læt þessa stuttu aths. nægja, tímans vegna; – vinir mínir hér koma væntanlega með ýtarlegra svar til Ragnars þessa Jónassonar.

12.04.07 @ 14:11
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Eins og iðulega vill brenna við þegar fáfræðin fer geyst í umræðu á ösnu einsýninnar verður afstaða manna á skjön við veruleikann.

Skýrsla frá Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) frá 2003 varar við því að treysta svo mjög á smokka til að hefta útbreiðslu eyðni. Skýrslan var eins og hnefahögg í andlit fólksfækkunarsinna sem hafa sífellt fullyrt að smokkar fælu í sér 100% vörn. Dr. Norman Hearst frá Kalifórníuháskólanum varaði alvarlega við oftrú manna á smokkum sem vörn gegn eyðni í skýrslu árið 2004. Hann lagði fram marktækar niðurstöður sem sýndu fram á samband milli aukningar á sölu á smokkum í Kenýa og Botswana og aukinnar útbreiðslu á eyðni.
Sjálf setur Browder aukninguna á útbreiðslu eyðni í beint samband við kynlífsbyltinguna á Vesturlöndum í grein í Crisis Magazine árið 2004: „Sannleikur málsins er sá að afleiðingar þessarar byltingar eru skelfilegar . . . Í dag horfumst við í augu við 12 afbrigði kynsjúkdóma sem hafa sýkt 42 milljónir um allan heim og orðið 23 milljónum að aldurtila.“

Meira um saman efni:
http://www.zenit.org/english/visualizza.phtml?sid=91414

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að smokkar bregðist í 10% tilvika:
http://www.lifesite.net/ldn/2003/jun/03062303.html

Nýjar rannsóknir staðfesta að smokkar eru varasöm vörn gegn eyðni:
http://www.lifesite.net/ldn/2004/jan/04011408.html

12.04.07 @ 18:49
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég vissi að þú hefðir þetta allt tiltækt, Jón.

12.04.07 @ 20:59
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Þið hafið minnst á hið “falska öryggi” sem þið teljið smokkinn veita gegn útbreiðslu kynsjúkdóma. Ég hef oft spurt af hverju þið teljið það ekki skárra að fólk stundi óábyrgt kynlíf með smokknum heldur en án hans, því eitt er víst, að fólk mun halda áfram að stunda óábyrgt kynlíf.

En hvað er falskt öryggi?

Eru öryggisbelti falskt öryggi? Það má eflaust leiða líkur að því að öryggisbeltin veiti fólki aukna öryggistilfinningu og jafnvel að meðalhraði ökumanna sé töluvert meiri en ef öryggisbelti hefðu aldrei verið fundin upp.

Þið þurfið ekki að nota öryggisbelti ef þið kjósið að sleppa því. En af hverju ættu aðrir ekki að mega nota þau?

Ég legg til að páfinn og kaþólska kirkjan leggist á eitt og banni öryggisbelti, gangbrautir, sundlaugarverði og lækna, því allt þetta veitir fólki “falskt öryggi” og hlýtur þar af leiðandi að hafa kostað milljónir manna lífið.

12.04.07 @ 23:54
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Haukur! Þú snýrð þessari röksemdafærslu þinni á haus. Höldum áfram með dæmi úr umferðinni: Umferðarljósin. Unnt er að kaupa sér öryggisvara í bíla (í reynd þegar bannaðir í Sviss) sem gera mönnum viðvart hvort myndavélar séu á gatnamótum. Ef ekki, þá freistast menn til að keyra yfir á rauðu!

Með því að keyra yfir á rauðu ljósi leggja þeir bæði sjálfa og aðra vegfarendur í hættu. Ætli áhættan sé ekki sona 1: 10 sem þeir taka með slíku háttalagi.

Þrátt fyrir að ákveðinn hópur fólks vilji taka slíka áhættu, felur það alls ekki í sér að löggjafinn eigi að láta undan „heimsku“ þess og afnema umferðarlögin.

Fjölmargt nútímafólk kýs að lifa áhættusömu kynlífi undir því „falska öryggi“ að smokkurinn verndi það. Þetta er einfaldlega ekki rétt: Hann veitir falskt öryggi. Það er þetta sem sérfræðingar segja.

Sjálfur tel ég ekki rétt að heimila fólki að iðka rússneska rúllettu vegna þess að það skýtur sjálft sig í hausinn. Óvæntur dauði þess snertir ekki einungis það sjálft heldur fjölskyldu þess. vini og vandamenn.

Guð vill ekki að fólk keyri yfir á rauðu ljósi á vegum þessa lífs. Því setti hann okkur ákveðnar umferðarreglur til að fylgja eftir með Tíyrðunum (Dekalog). Þetta gerði hann til að forða okkur frá enn verri dauða en hinum líkamlega: Hinum eilífa dauða!

Og myndavél Guðs skráir öll brot hvað varðar háttalag okkar hér á jörðinni. Eitt er að hafa stjórn á girndum sínum og lifa ábyrgu kynlífi til að forðast það sem verra er: Fýsn holdsins sem í hömluleysi sínu leiðir til eilífs dauða.

Deus electionem non permiserat.

13.04.07 @ 07:42
Athugasemd from: Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

Ég held að við getum bent á fleiri niðurstöður sem benda til þess að smokkurinn kemur í veg fyrir eyðni.
http://www.fda.gov/FDAC/features/1998/298_con.html

Ég trú frekar vísindum og skynsemi heldur en kaþólikkum og þeirra staðreyndum um kynlíf

13.04.07 @ 07:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þú segist aðhyllast niðurstöður raunvísindanna en hafnar þeim svo vegna trúar þinnar á smokkinn, Ragnar. Hver verður að hafa sína trú í friði: Það eru grundvallarmannréttindi.

13.04.07 @ 08:40
Athugasemd from: Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

Já það eru mannréttindi að hafa sína trú . Ekki þurfa allir menn guð og bænir til að hemja kynhvötina eða skírlífi fyrir giftingu. Ertu búin að kynna þessar kaþólsku niðurstöður þínar fyrir landlæknaembættinu á Íslandi. Það er svolítið annað að búa á íslandi og Afríku. Það eru fleiri aðstæður þar sem ýta undir kynsjúka heldur bara smokkar sko.
Eins og ólæsi og slíkt. Margt fólk í Afríku veit ekkert um kynsjúkdóma ennþá þann í dag.

13.04.07 @ 09:06
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þar er ég sammála þér. Á íslensku eigum við ágæt orð sem lýsir kjarna málsins: LAUSLÆTI eða FJÖLLYNDI. Menning sem lærði að þvo sér um hendur eftir að hafa gengið örna sinna nákvæmlega fyrir 100 árum síðan þarf einnig og verður að skilja, að subbuskapur í kynlífi leiðir til ófarnaðar.

Það eru ekki einungis Afríkumenn sem skilja þetta ekki ennþá, heldur „hámenntaðir“ fjöllyndismenn í kynórum afstæðishyggju póst-módernismans.

Sannleikur málsins og kjarni er sá, að besta vörnin við eyðni er að virða hjúskaparheiti sitt og stunda ekki hömlulaust kynlíf fyrir hjónaband, svo að ekki sé minnst á önnur afbrigði fjöllyndisins eða lauslætis.

Hvað áhrærir landlæknisembættið, lætur það undan þrýstingu femínisma á villigötum og áróðri subbukynlífs (líkt og stjórnmálamenn) sem meirihluti íslensku þjóðarinnar aðhyllist ekki, þó að boðberar þessi láti eins og svo sé: Hávær minnihlutahópur kynóranna.

13.04.07 @ 10:34
Athugasemd from: Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

Nei ég mæli ekki með því að menn sofi villt og galið út um allan bæ. En því miður að þá kann sumt fólk ekki að virða hjúskaparheitið.
Sem er sorglegt.

13.04.07 @ 12:02
Athugasemd from: Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

En hvers vegna Jón er kaþólska kirkjan á móti getnaðarvörnum . Er það út af Biblíunni eða einhver séráhersla frá mótmælenda trú?

13.04.07 @ 12:36
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson
13.04.07 @ 13:21
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Lesendum er bent á að virða regluna að koma fram undir fullu nafni. Ég hef tvisvar eytt héðan athugasemd þar sem gælunafn var notað. Athugasemdin var þó ekki óefnisleg.

13.04.07 @ 20:25