« Filippseyjar: Áform um niðurrif fátækrahverfa | Oratoría um hl. Sesselju frumflutt í Hallgrímskirkju » |
Asianews greinir frá því að norræn sendinefnd skipuð sendifulltrúum frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafi farið til Orissa á Indlandi og kannað ástand mála en nú er meira en ár liðið frá því ofbeldisalda gegn kristnum braust út í héraðinu.
Greint er frá því að sendinefndin hafi rætt í trúnaði við fólk sem upplifði ofbeldið. Mgr Raphael Cheenath, erkibiskup í Bhubaneswar-Cuttack, sagði að fulltrúarnir hafi lýst áhyggjum yfir ástandinu en ekki viljað gefa út neinar yfirlýsingar.
Heimild: Asianews.it: http://new.asianews.it/index.php?l=en&art=16886