« „Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður.“Ég, vinur minn og bíllinn »

06.05.07

  16:33:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 299 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nicholas Sarkozy forseti Frakklands!

Þau ánægjulegu tíðindi liggja nú fyrir að Nicholas Sarkozy er sigurvegari frönsku forsetakosninganna. Kosningabaráttunni hefur verið lýst sem styrjöld um sál Frakklands vegna þess að frambjóðendurnir eru á öndverðum meiði í afstöðunni til lífsverndar og fjölskyldunnar.

Meðan Royal hefur heitið því að lögleiða „hjónabönd“ samkynhneigðs fólks og rétt samkynhneigðra til að ættleiða börn, hefur Sarkozy haldið fram fjölskylduvernd. „Fyrirmynd okkar,“ segir hann, „verður að halda áfram að vera fjölskylda gagnkynhneigðra: Börn þarfnast föður og móður.“

Sarkozy sem er núverandi innanríkisráðherra hefur jafnvel hvatt Frakka til að snúa baki við andúð og fordómum gagnvart trúnni og horfa að nýju til jákvæðra samskipta kirkju og ríkis. Í bók sinni La République, les religions, l'espérance [Lýðveldið, trúin, vonin] sem kom út á síðasta ári gagnrýndi hann harðlega „fyrri kynslóðir“ sem hafa hæðst að, fyrirlitið og gert lítið úr prestum.“

Auk þess setti hann fram þá kröfu að kirkjum yrði gert kleift að fá opinbera fjárhagsaðstoð til kærleiksþjónustu. Jafnframt því að viðurkenna að kirkjan glæði von, veitir fólki í neyð hjálp og sé almennt séð jákvætt þjóðfélagsafl, þá gagnrýndi hann þá „sem telja það eðlilegt að ríkisvaldið fjármagni fótboltavelli, söfn, leikhús og barnaheimili, en jafnskjótt og kæmi að því að reisa kirkjur legði ríkið ekki fram svo mikið sem eyrisvirði.“

Þetta eru mikil tíðindi sem eiga eftir að hafa áhrif um alla Evrópu í nánustu framtíð. „Vive la France religieuse!“

3 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta eru töluverð tíðindi. Kannski eru Frakkar með þessu að kjósa ákveðna staðfestu? Ef til vill eru þeir að komast á þá skoðun að veraldarhyggjan standi ekki undir þeim væntingum sem bornar eru til hennar?

07.05.07 @ 20:43
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, vonandi boðar þetta raunsæi í því efni sem öðru. Sarkozy leggur ennfremur áherzlu á dugnað og metnað Frakka, hann vill gera yfirvinnutekjur fram yfir 35 tíma á viku skattfrjálsar og tekur ekki í mál undanlátssemi sósíalista við flóði innflytjenda frá Norður-Afríku né gagnvart ESB-umsókn Tyrkja.

Fréttnæmast í þessum ágæta pistli Jóns Rafns er samt stuðningur Sarkozys við trúarleg gildi í franskri menningu og þjóðlífi, ekki sízt í málefnum fjölskyldunnar. Frakkar mega berjast ákafri baráttu fyrir því að auka eigin tímgun til að koma í veg fyrir efnahagslega kollsteypu á næstu áratugum vegna óviðráðanlegrar fjölgunar aldraðra á sama tíma og kynslóðir vinnufærra manna hafa dregizt mikið saman.

Af þeim anda nýja forsetans, sem hér má skynja, kæmi mér ekki á óvart, ef hann beitti sér fyrir takmörkunum fósturdeyðinga, þessa versta óvinar Evrópuþjóðanna á 21. öld, enda eru þau fjöldadráp eitt af þessum gæluverkefnum sósíalista af 68-kynslóðinni, sem Sarkozy mun lítt hrifinn af (sjá grein eftir Ásgeir Sverrisson á s. 18 í Mbl. í dag; önnur, sem hér er einnig höfð í huga, er eftir Auðun Arnórsson í Fréttablaðinu í dag, s. 22).

08.05.07 @ 10:13
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég sá það einnig í þýska sjónvarpinu í gærkveldi að Angela Merkel er þegar byrjuð að gæla við þýsk-franskan möndul innan ESB. Ekki veitir af, jafn mikið og vinstri sinnaðir sósíalistar hafa hreiðrað þar um sig. ESB þarfnast virkilegrar vorhreingerningar þar sem flórinn verður stunginn út. Skoskir Þjóðernissinnar leystu niður um Verkamannaflokkinn nú á dögunum í kosningunum og ekki þarf að spyrja að leikslokum hjá breskum í næstu kosningum.

Hin breytta staða hefur þegar haft áhrif í Qubec þar sem þeir keppast við að loka fósturdeyðingarmiðstöðvum.

Það er ekki einleikið hvað stjarna dauðamenningarinnar hefur heillað vinstri menn hvar sem þeir hafa komist til valda og áhrifa (síðast í Portúgal og á Ítalíu). Þeir ásaka BNA fyrir heimsvaldastefnu, en blanda sér svo sjálfir með grófum hætti í innanríkismál Suðurameríkuríkjanna, og það án alls umboðs frá ESB! ESB hefur ekki markað sér neina stefnu gagnvart fósturdeyðingum ennþá.

Nú fyrir mánuði síðan hófu þessir „einkapólitíkusar“ áróðursherferð fyrir fóstureyðingum í fjölmiðlum í Nikaragúa. Jafnvel „litla, sæta og ríka Ísland“ lagðist á sveif með þeim og spænskir vinir mínir sögðu mér að ræðismaður Íslands hafi lagt fé af mörkum í þessa þokkaiðju.

Ekki er nema hálft ár síðan stjórnvöld í Nikaragúa kvörtuðu við framkvæmdaráð ESB, en þá lugu þessir ESB-aðilar að framkvæmdaráðinu og sögðust ekki hafa komið hér nærri, þó að fulltrúi ESB í Nikaragúa hefði undirritað bréf með eigin nafni fyrir hönd ESB þar sem hvatt var til fósturdeyðinga.

Eins og ég segi: Það þarf að stinga út úr „lobbýistafjósinu“ í Brüssel,

08.05.07 @ 13:36