« Endurreisn kaþólsks biskupsdóms á ÍslandiAlfreð J. Jolson biskup (1928–1994) – Minningarorð »

20.09.10

Newman kardínáli lýstur blessaður (beatificatus) í lok vel heppnaðrar heimsóknar Benedikts páfa til Bretlands

See full size image

John Henry Newman, einn merkasti hugsuður og rithöfundur kirkjunnar á 19. öld, maður sem háði fræga andlega baráttu og yfirgaf ensku biskupakirkjuna til að gerast kaþólskur, hefur nú loksins verið tekinn í tölu blessaðra (e. beatified). Það gerðist í Birmingham, þar sem hann starfaði lengi, og Benedikt páfi 16. gegndi hér sjálfur aðalhlutverki. Við munum segja nánar frá þessum atburði bráðlega.

Mikið var viðhaft við opinbera heimsókn páfans til Bretlands síðustu daga.

Sjá um það m.a. þessa pistla á öðru neti:  Ræða Benedikts páfa í Westminster

Páfinn fær glimrandi góðar móttökur meðal fjöldans í Skotlandi og Englandi

Einnig: Pope Benedict's speech in Westminster, Sept. 17, 2010

Þessi mynd, með páfann o.fl. fyrir altari, er úr basilikunni í Birmingham (dómkirkjunni, þar sem ritari þessara orða var viðstaddur erkibiskupsvígslu trúfræðara síns árið 1983). En hér var Newman kardínáli lýstur blessaður. Áður, 22. janúar 1991, hafði hann verið lýstur Venerabilis (eins og Beda prestur hinn enski). Newman var fæddur 1801 og lézt 1890.

Eftirfarandi var að finna á vefsíðu Westminster-erkibiskupsdæmisins (í Lundúnum) og hér er hægt að komast inn á sitthvað um páfaheimsókina, sem og inn á upplýsingasíður um  Newman kardinála.

Biðjum fyrir páfanum í Róm.  Papal Visit Blog

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir pistilinn Jón. Til fróðleiks má bæta því við að Newman kardínáli orti textann við sálminn velþekkta „Lýs milda ljós“.

21.09.10 @ 16:11
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Já, alveg rétt, Ragnar, og þess var líka minnzt í messunni í Kristskirkju næsta sunnudag eftir að Newman var lýstur blessaður. Séra Jakob Rolland fjallaði einkar vel um hann í predikun sinni. –Þakka þér innleggið.

06.10.10 @ 21:18
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog software