« Læknið sjúka!Guð hefur látið menn vita að hann væri til »

21.05.08

  21:22:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 288 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Návist Krists með orði hans og krafti Heilags Anda

1373. “Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss,” og hann er nálægur kirkju sinni á margan hátt:[195] Í orði sínu, í bæn kirkju sinnar, “hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”, [196] í hinum fátæku, sjúku og þeim sem í fangelsi eru, [197] í sakramentunum sem hann er höfundur að, í messufórninni, og í persónu helgiþjónsins. En “einkum og sér í lagi er hann nærverandi… undir myndum evkaristíunnar.” [198]


1374.
Hvernig návist Krists er háttað undir myndum evkaristíunnar er ………

………einstakt. Það lyftir evkaristíunni upp yfir öll hin sakramentin og gerir hana að “fullkomleika andlegs lífs og markinu sem öll sakramentin beinast að”. [199] Í hinu allrahelgasta sakramenti evkaristíunnar er “líkami og blóð, ásamt með sál og guðdómi, Drottins vors Jesú Krists og geymir því sannarlega, raunverulega og að innsta eðli Krist allan.” [200] “Þessi návist er kölluð “raunveruleg” en ekki í því skyni að útiloka allar aðrar gerðir nærveru líkt og þær væru “ekki raunverulegar” heldur vegna þess að hún er nærvera í sínum fyllsta skilningi: nærvera á innsta eðli samkvæmt hverju Kristur, Guð og maður, er nærverandi í einu og öllu.” [201]
______________
______________

195. Hl. Kýril frá Jerúsalem, Catecheses mystagogicæ, 5, 9. [10]: PG 33, 1116-1117.
196. Hl. Ágústínus, De civitate Dei, 10, 6: PL 41, 283; sbr. Rm 12:5.
197. Rm 8:34; LG 48.
198. Mt 18:20.
199. Sbr. Mt 25:31-46.
200. SC 7.
201. Hl. Tómas frá Akvínó, STh III, 73, 3c.

________
________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet