« Blaðamaður fer á gönuhlaup í umræðu um samkynhneigð | Benedikt páfi: jákvæð boðun um fjölskyldugildi » |
Ó, Jesú, aftur nótt
yfir mig kemur fljótt
og hljóðnar allt í heimi.
Myrkrið, sem hræðir mig,
mildast, ef finn ég þig ––
að hönd þín góð mig geymi.
Sál mína signir þú,
sælasti Jesú, nú,
sem ljós um hús mitt líði.
Hrein er þá hugsun mín,
hjartað sem leitar þín,
að barmi þér, hinn blíði !
Síðustu athugasemdir