« Benedikt páfi: „Það er ekki auðvelt að vera grænn“, en það er hluti af áætlun GuðsBenedikt páfi: Kristin trú hamlar skaðlegum áhrifum afstæðishyggju »

26.07.08

  09:23:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 108 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Múslimar á Filippseyjum fordæma hótunarbréf

Asianews.it. Múslimskir hópar á Filippseyjum hafa fordæmt nýlegt hótunarbréf sem kaþólski biskupinn í Basilan einni eyja Filippseyja fékk föstudaginn 18. júlí sl. Í bréfinu var biskupinum tilkynnt að hann fengi 15 daga frest til trúskipta eða greiðslu verndarskatts. Biskupinn segir þetta ekki vera einu hótunina sem hann hefur fengið. Basilan er hluti af sjálfstjórnarhéraði múslima (ARMM)* sunnarlega í eyjaklasanum. Fyrr á þessu ári voru um 1200 kristnir bændur flæmdir brott frá svæðinu á þeim forsendum að forfeður múslima hefðu átt landið.

* ARMM er skammstöfun á 'Autonomous Region in Muslim Mindanao'.

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Hvernig ætli múslimum hér á landi þætti það, ef íslenzkir harðjaxlar heimtuðu af þeim ‘verndarskatt’ fyrir að fá að vera hér óáreittir?

26.07.08 @ 19:12
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég sé, að þú hefur tekið upp frábært mottó, kaþólskt og evangelískt (í upprunalegri merkingu þess orðs), Ragnar: „Sine tuo numine nihil est in homine,“ sem kemur úr fornum sálmi: Veni, Sante Spiritus, sem HÉR (http://interletras.com/canticum/Eng/Translation_Pentecote.html) má lesa í heild og á ensku, en er að vísu til á íslenzku. – Með kærri kveðju,

26.07.08 @ 19:19
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Jú hugsunin í bréfinu minnir á það sem þú segir en mikilvægt er að hafa í huga í þessu sambandi að svona hegðun er fordæmd af hópum múslima þarna. Hversu stórir eða áhrifamiklir þeir eru kemur samt ekki fram í fréttinni hjá Asianews. Kaþólska kirkjan heldur sjálfsagt í vonina um að samstarf við hófsama múslima og skynsemin muni hafa yfirhöndina á svæðinu því það er líklegt til að stöðva fyrirætlanir þeirra sem sendu bréfið með friðsamlegu móti. Ef kaþólikkar og aðrir kristnir menn þurfa að fara að greiða verndarskatt á Basilan þá er hætta á að harðlínuöflin gangi á lagið og þessi venja verði tekin upp víðar á sjálfsstjórnarsvæði múslima, t.d. á Mindanao. Þannig ástand væri afleitt og gæti leitt til mikilla vandræða því ef biskupar láta beygja sig til hlýðni þá munu aðrir þurfa að gera það líka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sumir myndu snúast til islam tilneyddir, aðrir greiða verndarskatt og búa við undirokun og enn aðrir myndu kjósa að yfirgefa heimili sín hugsanlega slyppir og snauðir. Þessi von kirkjunnar manna sem og áralöng hefð fyrir samstarfi og viðræðum við múslima hlýtur að vera ástæðan fyrir fyrirsögninni á fréttinni sem ég tók frá Asianews og einnig til að koma í veg fyrir að fréttin kyndi undir andúð gegn múslimum almennt.

27.07.08 @ 06:31