« Að forðast óbænGiftir ins Helga Anda »

12.03.06

  13:47:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Móðir Teresa frá Kalkútta: Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast

Ég tel að ef við hverfum að nýju til Guðsmóðurinnar tækjum við aftur að biðja rósakransbænina. Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast. Ef hún tvístrast ekki munu fjölskyldumeðlimirnir elska hvern annan, eins og Guð elskar þá. Og þá væru

fóstureyðingar óhugsandi.

Ég trúi því að fóstureyðingarnar séu sú svipa sem ríði á fjölskyldulífinu í dag og þær eru mesta ógnin gagnvart heimsfriðnum. Já, fóstureyðingar eru mesti óvinur heimsfriðarins. Ef móðir deyðir barn sitt, hvað getur þá staðið í vegi fyrir því að við drepum hvert annað? Óborið barn er heilagt og friðhelgt og hvað er skelfilegra en slíkt morð?

Jesús er elska og elskar hvert okkar og eitt. Við verðum að biðja vegna þess að bænin glæðir hreinleika hjartans og þannig getum við séð Guð. Ef við getum séð Guð í hvert öðru, þá munum við elska hvert annað, eins og hann elskaði okkur. Við myndum lifa í friði við alla menn. Við vitum að hann elskaði okkur vegna þess að hann dó fyrir okkur. Því verðum við einnig að elska hvert annað og jafnvel fórna lífinu fyrir hvert annað.

Fjölskyldan er uppspretta elskunnar, en til þess að elskan glæðist verðum við að biðja saman. Ef við stöndum sameinuð munum við elska hvert annað, rétt eins og Guð elskar okkur öll.

Úr Echo from Medjugorje, maí 1994.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Orð móður Teresu lýsa hér djúpri speki. Hl. Ísak Sýrlendingur (7. öld), frá Nínive (í dag Mosúl í Írak) spurði: „Hvað er kærleiksríkt hjarta?“ Og hann svarar: „Sá sem hefur slíkt hjarta til að bera getur hvorki séð eða minnst skapaðrar veru án þess að augu hans verði tárvot sökum þeirrar ósegjanlegu samúðar sem gagntekur hjarta hans. Þetta er hjarta sem hefur mýkst og getur ekki lengur horft á eða heyrt minnst á þjáningu af vörum annarra, jafnvel þá léttvægustu. Það er af þessum ástæðum sem slíkur maður biður óaflátanlega, einnig fyrir skepnum, óvinum sannleikans og þeim sem gera honum illt, þannig að þeir fyrirfarist ekki og hreinsist. Hann mun jafnvel biðja fyrir skriðkvikindum knúinn áfram af þeirri ósegjanlegu meðaumkun sem ríkir í hjörtum þeirra sem hafa sameinast Guði“ (Viðræður 1, 68).

Og á öðrum stað segir hann: „Það er þetta sem ég hvet ykkur til að gera bræður: Látið miskunnsemina ætíð vega þyngst á vog ykkar, þar til þið skynjið þá sömu miskunnsemi sem Guð ber fyrir heiminum. Megi þetta verða að þeim spegli þar sem þið sjáið hina sönnu „mynd og líkingu“ (1 M 1. 26) Guðs. Það er þannig og með öðru áþekku sem við öðlumst ljósið og samlíkjumst Guði af staðfestu. Hjarta sem er hart og án meðaumkunar verður aldrei hreint (Mt 5. 8). En miskunnsamur maður er læknir sálarinnar, rétt eins og snörp vindhviða blæs slíkur maður myrkri freistinganna frá sjálfum sér“ (Viðræður 1, 34).

Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur (Lk 6. 36) og þá líða allar fóstureyðingar undir lok meðal kristinna þjóða. Kristnir menn sem gera sér ekki þessi sannindi ljós eru eins og Efraím: „Efraím hefur blandað sér saman við þjóðirnar, Efraím er orðinn eins og kaka, sem ekki hefur verið snúið“ (Hs 7. 8). Þeir kristnu menn sem mæla fóstureyðingum bót eru eins og hálfbökuð kaka í ofni sem hefur baðað sig í miskunnsemi Guðs á annarri hliðinni, en vill síðan ekki láta baka sig á hinni líka í náungaelsku á sínum minnstu bræðrum og systrum. Eins og faðir Denis segir í dæmisögu sinni: „Guð krefst þess aldrei af okkur sem okkur er um megn.“ Þeir kristnu menn sem mæla fóstureyðingum bót, um þá gilda orð Frelsarans:

FAÐIR, FYRIRGEF ÞEIM, ÞVÍ AÐ ÞEIR VITA EKKI, HVAÐ ÞEIR GJÖRA (Lk 23. 34).

13.03.06 @ 06:02