« Boðorð kirkjunnarHvað hrífur okkur meira en ………? »

26.04.08

  20:52:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 282 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Móðir Teresa frá Kalkútta

Móðir Teresa frá Kalkútta fæddist árið 1910. Hún hét Agnes Gonxha Bojaxhiu þá. Faðir hennar var búðareigandi og Agnes átti eina systur og einn bróðir.

Er hún var tólf ára var hún þegar viss um að Guð var að kalla hana til þess að verða trúboðsnunna. Hún gerðist meðlimur í Loretto reglunni og var á endanum send til Kalkútta á Indlandi, til þess að kenna í skóla þar. Þetta gerði hún í mörg ár.

Árið 1946 gerði Móðir Teresa sér grein fyrir því að Guð vildi að hún breytti vinnu sinni, frá kennslu yfir í það að hjálpa fátæku, veiku og dauðvona fólki.

Tveimur árum seinna eða í ágúst árið 1948, breytti hún klæðum Loretto nunnana í nýjan, fyrir framtíðar reglu sína; ódýran og látlausan hvítan sarí, eins og þau klæði sem indverskar konur klæðast, með bláum borða, lítinn kross nældan vinstra megin á öxlinni og opnum sandölum sem fótbúnað.

Smátt og smátt fóru ungar stúlkur að gerast meðlimir í reglu hennar og árið 1950 var regla trúboðs Kærleiksboðberanna samþykkt af Páfanum.

Kærleiksboðberarnir, reglusystur Móður Teresu í Kalkútta, sem vinna hin erfiðustu störf myrkranna á milli, helga ævinlega alllangan hluta hvers dags bænahaldi og hugleiðingu, auk daglegrar messu, og Móðir Teresa heldur því statt og stöðugt fram, að án þessa sambands við Guð, væri þeim ómögulegt að halda áfram starfi sínu í þágu hinna þjáðu.

No feedback yet