« „Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“Til borgarinnar og heimsins - Urbi et orbi »

13.04.07

  19:40:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni

12.04.2007 (CWNews.com og AsiaNews.it) - Mynd af Píusi XII páfa í safni í Ísrael hefur valdið spennu í samskiptum Páfagarðs og Ísraels því búið er að koma texta fyrir undir myndinni sem gefur til kynna að páfinn hafi látið sig þjáningar gyðinga í helförinni litlu varða. Sendifulltrúi Páfagarðs hefur ritað forstöðumanni safnsins bréf og mótmælt þessu. Hann segir að sögulegar rannsóknir hafi sýnt að páfinn hafi unnið ötullega að því að vernda gyðinga fyrir nazistum. [1] og [2]

No feedback yet