« Sköpuð í elsku til að elskaHeilög Teresa frá Avíla um hina innri bæn »

16.08.07

  08:17:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 389 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Miskunnarbæn Heil. Faustína Kowalska (1905-1938).

„Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum,
eins og ég miskunnaði þér?“

Ó Guð minn, Háheilaga Þrenning. Ég þrái að tilbiðja miskunn þína með sérhverjum andardrætti mínum, sérhverju hjartaslagi, sérhverjum slætti púlsins. Ég þrái að ummyndast að fullu og öllu í miskunn þína og verða þannig að lifandi endurspeglun þinni, Drottinn. Megi háleitasti eiginleika þinna, óræðisdjúpi miskunnarinnar, verða úthellt yfir náunga mína um sál mína og hjarta.

Hjálpaðu mér, Drottinn, svo að augu mín verði full miskunnsemi, þannig að ég fyllist hvorki grunsemdum eða dæmi í ljósi þess hvernig allt virðist vera, heldur að ég skynji fegurð sálar meðsystkina minna og komi þeim til hjálpar. Hjálpaðu mér, Drottinn, þannig að ég auðsýni ávallt miskunnsemi og hlusti á þarfir náunga míns og verði ekki ósnortin af af sársauka hans og andvörpum. Hjálpaðu mér, Drottinn, svo að miskunnsemin streymi fram af tungu minni, þannig að ég segi aldrei neitt ljótt um náunga minn, heldur mæli huggunarorð og fyrirgefi öllum. Hjálpaðu mér, Drottinn, þannig að hendur mínar verði miskunnarríkar og fylltar góðverkum, þannig að ég geti auðsýnt náunga mínum gæsku og axli sjálf erfiðustu og ósjálegustu verkin. Hjálpaðu mér, Drottinn, þannig að fætur mínir verði miskunnsamir, þannig að ég hlaupi skjótt til að hjálpa náunga mínum og sigrist á þreytu minni og trega. Hin sanna hvíld mín felst í því að þjóna náunga mínum.

Hjálpaðu mér, Drottinn, þannig að hjarta mitt verði miskunnarríkt svo að ég beri skyn á þjáningar náunga míns. Ég mun ekki víkja mér undan því að gefa öllum hjarta mitt. Ég þrái að vitja einnig þeirra sem oftast sem hafna góðvild minni. Og hvað mig sjálfa áhrærir, þá þrái ég að loka mig af í hinu almiskunnsama Hjarta Jesú. Ég þrái að fela mínar eigin þjáningar þögninni á vald. Megi miskunn þín, Drottinn, öðlast hvíld í mér.

No feedback yet