« Uppnumning MaríuHeilög Faustína »

30.03.08

  19:07:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 329 orð  
Flokkur: Bænir

MISKUNNAR RÓSAKRANSINN

Faðir vor - einu sinni:
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Þá kemur Maríubæn - einu sinni:
Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Síðan postullega trúarjátningin - einu sinni:
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Eftir þennan inngang hefst hin eiginlega miskunnarbæn.
Við stóru perlurnar er beðið - einu sinni:
Eilífi Faðir, ég fórna þér líkama og blóði, sálu og guðdómi þíns heitt elskaða sonar, Drottins vors Jesú Krists, til þess að öðlast fyrirgefningu synda vorra og synda alls heimsins.

Við litlu perlurnar er beðið - tíu sinnum:
Vegna þungbærra þjáninga hans, miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

Við lok talnabandsins er endurtekið þrisvar:
Heilagi Guð, heilagi sterki Guð, heilagi ódauðlegi Guð,
miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

No feedback yet