« Um barnaníð og markvissa útbreiðslu hómósexúalisma innan kaþólsku kirkjunnar (1)Blessunarbæn heil. Jósefs – eftir heil. Jean Eudes »

19.03.07

  12:46:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 716 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Mikill lífsverndarsinni af reglu heil. Jósefs: Systir Lucille Durocher

lucille_1

Í dag þegar kirkjan heiðrar heil. Jósef er ekki úr vegi að minnast einnig systur Lucille Durocher. Hún var kanadísk og stofnaði „St. Joseph’s Workers for Life and Family“ í Ottawa. Áður en til þessa kom hafði hún starfað lengi í hreyfingu lífsverndarsinna innan kirkjunnar.

Árið 1948 þegar hún var 22 ára gömul gekk systir Lucille í Reglu Jósefssystra í Pembroke í Ontario. Hún hafði lagt stund á tónlistarnám og eftir lokaheiti sitt annaðist hún tónlistarkennslu í 24 ár og margir nemenda hennar héldu námi sínu síðan áfram við „the Royal Conservatory of Music.“

Árið 1972 komst systir Lucille í kynni við það hversu alvarlegt fíkniefnavandamálið var meðal unglinga. Hún hvarf frá starfi sínu sem tónlistarkennari og gerðist trúfræðikennari í kaþólskum menntaskóla í Montreal. Þar tók hún að glíma við fíkniefnaneysluna sem sumir nemendanna höfðu ánetjast. Með því að hvetja nemendurna til að verða virka í samfélaginu tók hún ásamt nemendum sínum að heimsækja aldraða og sjúka um helgar.

Það var árið 1984 sem systir Lucille tók að glíma við erfiðleika sem trúfræðikennari. Hún var alls ekki ánægð með það hversu frjálslynd afstaðan var í þessum kaþólska menntaskóla til kynlífs fyrir giftingu. Þannig dreifðu hjúkrunarkonurnar getnaðarverjum til nemendanna og hvöttu stúlkurnar til að fara i fósturdeyðingu. Systir Lucille ákvað því að bjóða föður Paul Marx frá „Human Life International“ til að halda erindi fyrir nemendurna um hreinlífi. [1]

Bróðir Max ávarpaði nemendurna og sýndi þeim myndband af illsku fósturdeyðinganna. Rektor þessa kaþólska menntaskóla reiddist systir Lucille svo mjög fyrir þetta tiltæki (þrátt fyrir að hann hefði heimilað henni að bjóða föður Paul Marx að ávarpa nemendurna), að hann bannaði henni að fordæma fósturdeyðingar og minnast nokkru sinni framar á slíkt í skólanum.

Þar sem hún vildi ekki hvika frá slíkri grundvallarafstöðu sagði hún starfi sínu lausu og hóf starf sitt sem lífsverndarsinni. Með hjálp föður Max stofnaði systir Lucille samtökin „Human Life International“ í Kanada. Á næstu átta árum gaf hún út fréttablað og hélt erindi á ýmsum ráðstefnum víðsvegar um Kanada.

Árið 1993 hætti systir Lucille að gegna starfi sem forseti „Human Life International“ í Kanada til að stofna ný samtök. Það fyrsta var „St. Joseph’s Workers for Life and Family,“ Hin nýju samtök áttu að verða að trúarreglu og jafnhliða gaf hún Torres byskupi í Puerto Rico skírlífsheiti.

lucille_2

Meðan hún starfaði hjá „St. Joseph’s Workers for Life and Family,“ skipulagði hún meal annars ráðstefnuna „The Family – A Gift of Society“ sem haldin var í Ottawa árið 1994. Árið 1998 meðan Lífsgangan (March for Life) stóð yfir efndi hún til sýningar á grasflötinni á Parliment Hill í Ottawa þar sem hengd voru upp teppi með ferningum þar sem hver ferningur táknaði eitt þeirra barna sem deytt hefur verið með fósturdeyðingum í Kanada. Hún vakti mikla athygli á hinu skelfilega ástandi í fósturdeyðingum í Kanada.

Þann 22. september 2003 andaðist systir Lucille Durocher eftir langvarandi veikindi. Hún var lögð til hvíldar í grafreit „the Sisters of Our Lady Immaculate“ í Cambridge í Ontario.

Systir Lucille er öllum lífsverndarsinnum hvatning ásamt svo mörgum öðrum innan lífsverndarhreyfingarinnar. Það er ósk mín og bæn að hún verði einhverjum kristnum hjúkrunarfræðingi hvatning til að kynna sér NFP – hina náttúrlegu fjölskylduáætlun, svo að íslenskar konur geti loks hætt að láta hið alþjóðlega lyfjaauðvald nota líkami sína sem hverja aðra ruslatunnu fyrir afurðir sínar.

Byggt á: http://www.sjw.ca/founder.php

[1]. Þetta er í fyrsta, en ekki síðasta skiptið, sem nafn föður Paul Marx birtist hér á kirkju.net. Ég mun fjalla nánar um starf hans í næstu greinum mínum um „Getnaðarverjaþjóðfélagið.“

No feedback yet