« Fræðslufundir um kaþólska trú í Landakoti | Söfnun Missio á Heimstrúboðsdaginn 18. október » |
Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að unnið sé að útgáfu Rómversku messubókarinnar „Missale Romanum“ á íslensku. Þýðingin á eftir að fá staðfestingu Rómar.
Aðalþýðandinn er Svavar Hrafn Svavarsson dósent við Háskóla Íslands en séra Jürgen Jamin, séra Hjalti Þorkelsson, Óskar Þorsteinsson, Gunnar F. Guðmundsson, Pétur Urbancic og Þorkell Örn Ólason hafa unnið að prófarkalestri þýðingarinnar undanfarna mánuði.
Talsverð vinna er eftir áður en þýðingin kemur út, enda er messubókin á annað þúsund blaðsíður að lengd.
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið 10.-11. tbl. 2009, bls. 4.